Fæðing á plani: Kom í heiminn á þremur mínútum Valur Grettisson skrifar 4. febrúar 2009 15:47 „Þetta er eins og maður sér í bíómynd," lýsir endurskoðandinn Davíð Arnar Einarsson, sem eignaðist litla dóttur á plani bensínstöðvar Orkunnar snemma í morgun. Svo virðist sem bensínstöðin sé barnvæn í meira lagi því dóttir Davíðs er annað stúlkubarnið sem fæðist á plani stöðvarinnar á hálfu ári. Fjölskyldu Davíðs heilsast vel en föðurnum var óneitanlega brugðið eftir að hafa tekið sjálfur á móti dóttur sinni. Það var rétt fyrir fimm í morgun sem Davíð og kona hans, Áslaug Gunnarsdóttir, lögðu af stað frá heimili sínu í Grafarvoginum og var ferðinni heitið niður á fæðingardeild Landspítalans. Áslaug var þá búinn að vera með samdrætti frá klukkan eitt um nóttina en Davíð segir að atburðarrásin hafi síðan verið hröð. „Þetta snarversnaði á einum klukkutíma og að lokum kom ekkert annað til greina en að stoppa á planinu," segir nýbakaði faðirinn. Þegar ljóst var að barnið ætlaði ekki að bíða eftir því að komast niður á fæðingardeild þá hringdi Davíð í ljósmóður sem leiðbeindi honum í gegnum fæðinguna. „Ég snaraði mér aftur í og tók á móti stelpunni," segir Davíð og segir aðspurður að fæðingin hafi ekki tekið meira en þrjár mínútur og bætir við: „Hún gusaðist eiginlega bara út." Um leið og stúlkan leit dagsins ljós í fyrsta sinn fór Davíð og sótti teppi og flíspeysu sem þau vöfðu stúlkuna inn í. Síðan var brunað niður á spítala þar sem naflastrengurinn var klipptur. „Okkur heilsast mjög vel, við erum eiginlega bara að hlæja að þessu," segir Davíð en þau voru á Hreiðrinu að safna kröftum þega blaðamaður náði tali af hinum stolta föður. Stúlkan reyndist hraust og myndarleg, tæpar þrettán merkur og um fimmtíu sentimetrar að lengd: „Hún er grönn og löng," segir Davíð stoltur. Dóttir Davíðs og Áslaugar er annað stúlkubarnið sem fæðist á bensínstöðinni á Miklubraut, en það var í lok júlí síðastliðinn sem par eignaðist litla stúlku á sama stað. Þegar haft var samband við forsvarsmenn Orkunnar kom í ljós að dóttir Davíðs og Áslaugar gengur undir nafninu Orkuboltinn þar á bæ - enda lá henni talsvert á að komast í heiminn. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Þetta er eins og maður sér í bíómynd," lýsir endurskoðandinn Davíð Arnar Einarsson, sem eignaðist litla dóttur á plani bensínstöðvar Orkunnar snemma í morgun. Svo virðist sem bensínstöðin sé barnvæn í meira lagi því dóttir Davíðs er annað stúlkubarnið sem fæðist á plani stöðvarinnar á hálfu ári. Fjölskyldu Davíðs heilsast vel en föðurnum var óneitanlega brugðið eftir að hafa tekið sjálfur á móti dóttur sinni. Það var rétt fyrir fimm í morgun sem Davíð og kona hans, Áslaug Gunnarsdóttir, lögðu af stað frá heimili sínu í Grafarvoginum og var ferðinni heitið niður á fæðingardeild Landspítalans. Áslaug var þá búinn að vera með samdrætti frá klukkan eitt um nóttina en Davíð segir að atburðarrásin hafi síðan verið hröð. „Þetta snarversnaði á einum klukkutíma og að lokum kom ekkert annað til greina en að stoppa á planinu," segir nýbakaði faðirinn. Þegar ljóst var að barnið ætlaði ekki að bíða eftir því að komast niður á fæðingardeild þá hringdi Davíð í ljósmóður sem leiðbeindi honum í gegnum fæðinguna. „Ég snaraði mér aftur í og tók á móti stelpunni," segir Davíð og segir aðspurður að fæðingin hafi ekki tekið meira en þrjár mínútur og bætir við: „Hún gusaðist eiginlega bara út." Um leið og stúlkan leit dagsins ljós í fyrsta sinn fór Davíð og sótti teppi og flíspeysu sem þau vöfðu stúlkuna inn í. Síðan var brunað niður á spítala þar sem naflastrengurinn var klipptur. „Okkur heilsast mjög vel, við erum eiginlega bara að hlæja að þessu," segir Davíð en þau voru á Hreiðrinu að safna kröftum þega blaðamaður náði tali af hinum stolta föður. Stúlkan reyndist hraust og myndarleg, tæpar þrettán merkur og um fimmtíu sentimetrar að lengd: „Hún er grönn og löng," segir Davíð stoltur. Dóttir Davíðs og Áslaugar er annað stúlkubarnið sem fæðist á bensínstöðinni á Miklubraut, en það var í lok júlí síðastliðinn sem par eignaðist litla stúlku á sama stað. Þegar haft var samband við forsvarsmenn Orkunnar kom í ljós að dóttir Davíðs og Áslaugar gengur undir nafninu Orkuboltinn þar á bæ - enda lá henni talsvert á að komast í heiminn.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira