Innlent

Davíð á Landspítalanum

Einkabílstjóri Davíðs beið fyrir utan Landspítalann.
Einkabílstjóri Davíðs beið fyrir utan Landspítalann.

Ekkert hefur sést til Davíðs Oddssonar við Seðlabankann í morgun. Fréttamaður fréttastofu sá hinsvegar til Davíðs þar sem hann ók bíl sínum að Landspítalanum við Hringbraut.

Sagði Davíð við blaðamann DV sem þarna var einnig, að hann væri að fara í læknisskoðun.

Fréttamaður Stöðvar 2 sá hins vegar Davíð andartaki síðar ganga út um dyr sem snúa út að Eiríksgötu þar sem beið hans bíll og bílstjóri frá Seðlabankanum.

Þegar Davíð varð fréttamannsins var, snerist hann á hæli og fór inn á spítalann aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×