Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34 prósentu fylgi í skoðanakönnunn Reykjavík síðdegis..
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34 prósentu fylgi í skoðanakönnunn Reykjavík síðdegis..

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 26 prósent samkvæmt netkönnun sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni lét gera fyrir sig. Alls greiddu 4.300 manns atkvæði og var aðeins eitt atkvæði á hverja ip-tölu. Sé tekið mið af þeim sem tóku afstöðu til flokka þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 34 prósent í fylgi.

Vinstri-grænir mælast með fimmtán prósent, þeir eru aftur á móti með 20 prósent sé tekið mið af þeim sem tóku afstöðu til flokkanna. Samfylkingin er enn næst stærsti flokkurinn á landinu en hann mælist með 19 prósent og dalar því talsvert miðað við kjörfylgi en hann mælist með 25 prósent þegar tekið er afstöðu til flokka.

Framsóknarflokkurinn mælist með fimmtán prósent en kjörfylgi hans er um átta prósent.

Athygli vekur að óákveðnir eru nú um 12 prósent en þeir voru 38 prósent í könnun Fréttablaðsins sem var birt í byrjun febrúar. Sex prósent myndu skila auðu en sjö prósent myndu kjósa annað ef það byðist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×