Afglöp Davíðs Oddssonar Sigurður Einarsson skrifar 10. febrúar 2009 06:00 Á föstudaginn ritaði Kjartan Gunnarsson, fyrrum varaformaður stjórnar Landsbankans, grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að ekki væri hægt að reka Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að neinum afglöpum í starfi. Það er rangt. Raunar má segja Davíð Oddssyni það til varnar að honum hafi ekki verið neinn greiði gerður með skipan í embætti seðlabankastjóra. Davíð er fyrst og fremst stjórnmálamaður af gamla skólanum. Hans heimavöllur var ekki hinn flókni heimur alþjóðlegra viðskipta. Á það benti raunar Davíð sjálfur í Kastljósviðtali haustið 2006 þegar hann lýsti því yfir að eftir að hann tók við starfi seðlabankastjóra hefði hann fljótt komist að því að hann væri „vitlausasti" maðurinn á staðnum. „Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðum og ég skildi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona annan talsmáta og þess háttar." En þótt Davíð hafi verið gerður bjarnargreiði með skipan í starf seðlabankastjóra er nauðsynlegt að leiðrétta þau mistök. Meðal afglapa Davíðs má nefna: - Ákvörðun seðlabankastjóra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, að þjóðnýta Glitni sem varð til þess að fjármálakerfið á Íslandi hrundi á örskotsstundu. Þessi ákvörðun sem allir, innan lands sem utan, sáu að var mjög ótrúverðug, olli hámarkstjóni fyrir íslensku þjóðina. - Yfirlýsingar seðlabankastjóra í frægu Kastljósviðtali um að ríkissjóður yrði því sem næst skuldlaus eftir fall bankanna lýsir kolröngu stöðumati og augljósu vanhæfi. Davíð gerði sér augljóslega heldur ekki grein fyrir slæmum áhrifum bankahrunsins á útflutningsatvinnuvegina. - Undir stjórn Davíðs varð Seðlabankinn gjaldþrota og fellur sá kostnaður á skattgreiðendur. Vel hefði mátt koma í veg fyrir það og lán til smárra fjármálastofnana sem námu allt að 13 földu eigin fé þeirra. Þetta bendir ef til vill til þess að Seðlabankinn hefði heldur átt að lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, fremur en að færa ætti Fjármálaeftirlitið í Seðlabankann. - Fréttatilkynningar Seðlabankans um hið svokallaða Rússalán eyðilögðu þann litla trúverðugleika sem Ísland þó naut enn á alþjóðavettvangi. - Ákvörðun Seðlabankans um afnám bindiskyldu á erlend útibú íslenskra fjármálastofnana í apríl. Sér í lagi þar sem Davíð hefur síðar haldið fram að í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir að í óefni stefndi á íslenskum fjármálamarkaði. - Við í Kaupþingi fengum það fljótlega á tilfinninguna að Davíð Oddsson gætti ekki trúnaðar við viðmælendur sína sem seðlabankastjóri. Í okkar huga var það hætt að vera tilviljun þegar fréttir birtust um bankann í Morgunblaðinu undir pennaheitinu Agnes Bragadóttir í kjölfar „trúnaðarfunda" okkar með seðlabankastjóra. - Seðlabanki Íslands hafði eftirlit með stöðugleika íslenska fjármálakerfisins og lausafjárstöðu og hafði ýmis formleg úrræði til að sinna því hlutverki sínu auk þess sem forráðamenn bankans gátu beitt fortölum. Því verkefni var ekki sinnt. Davíð hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi haft uppi stór orð um bankana. Ég hef sjálfur kynnst því, að á mannamótum getur Davíð orðið illskeyttur og hvassyrtur. Þannig að ég skal ekki fullyrða um hvað hann kann að hafa sagt við menn. Það er hins vegar ekki aðalatriðið, aðalatriðið er hvaða tillögur til úrbóta seðlabankastjóri gerði. Mér vitanlega voru þær engar. Margir vita að Davíð var eitursnjall í samskiptum sínum við fjölmiðla og hafa margir andstæðingar hans fengið að kynnast því. Undanfarnar vikur hef ég fylgst með því hvernig aðilar tengdir honum beita „leka"-tækni af mikilli fimi gagnvart Kaupþingi. Ég skil vel að vinum Davíðs Oddssonar þyki leitt að hann skuli þurfa að víkja, þetta er sorglegur endir á annars um margt mögnuðum ferli. Listinn hér að ofan er auðvitað engan veginn tæmandi en ég tel að hann sýni glöggt þörfina á að Davíð víki. Verstu afglöp Davíðs í embætti seðlabankastjóra eru ef til vill þau að víkja ekki þegar allt er í óefni komið og taka þannig almannahag fram yfir eigin metnað.Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, með meistaragráðu í hagfræði og hefur starfað í bönkum víða í Evrópu í rúma tvo áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn ritaði Kjartan Gunnarsson, fyrrum varaformaður stjórnar Landsbankans, grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að ekki væri hægt að reka Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að neinum afglöpum í starfi. Það er rangt. Raunar má segja Davíð Oddssyni það til varnar að honum hafi ekki verið neinn greiði gerður með skipan í embætti seðlabankastjóra. Davíð er fyrst og fremst stjórnmálamaður af gamla skólanum. Hans heimavöllur var ekki hinn flókni heimur alþjóðlegra viðskipta. Á það benti raunar Davíð sjálfur í Kastljósviðtali haustið 2006 þegar hann lýsti því yfir að eftir að hann tók við starfi seðlabankastjóra hefði hann fljótt komist að því að hann væri „vitlausasti" maðurinn á staðnum. „Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðum og ég skildi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona annan talsmáta og þess háttar." En þótt Davíð hafi verið gerður bjarnargreiði með skipan í starf seðlabankastjóra er nauðsynlegt að leiðrétta þau mistök. Meðal afglapa Davíðs má nefna: - Ákvörðun seðlabankastjóra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, að þjóðnýta Glitni sem varð til þess að fjármálakerfið á Íslandi hrundi á örskotsstundu. Þessi ákvörðun sem allir, innan lands sem utan, sáu að var mjög ótrúverðug, olli hámarkstjóni fyrir íslensku þjóðina. - Yfirlýsingar seðlabankastjóra í frægu Kastljósviðtali um að ríkissjóður yrði því sem næst skuldlaus eftir fall bankanna lýsir kolröngu stöðumati og augljósu vanhæfi. Davíð gerði sér augljóslega heldur ekki grein fyrir slæmum áhrifum bankahrunsins á útflutningsatvinnuvegina. - Undir stjórn Davíðs varð Seðlabankinn gjaldþrota og fellur sá kostnaður á skattgreiðendur. Vel hefði mátt koma í veg fyrir það og lán til smárra fjármálastofnana sem námu allt að 13 földu eigin fé þeirra. Þetta bendir ef til vill til þess að Seðlabankinn hefði heldur átt að lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, fremur en að færa ætti Fjármálaeftirlitið í Seðlabankann. - Fréttatilkynningar Seðlabankans um hið svokallaða Rússalán eyðilögðu þann litla trúverðugleika sem Ísland þó naut enn á alþjóðavettvangi. - Ákvörðun Seðlabankans um afnám bindiskyldu á erlend útibú íslenskra fjármálastofnana í apríl. Sér í lagi þar sem Davíð hefur síðar haldið fram að í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir að í óefni stefndi á íslenskum fjármálamarkaði. - Við í Kaupþingi fengum það fljótlega á tilfinninguna að Davíð Oddsson gætti ekki trúnaðar við viðmælendur sína sem seðlabankastjóri. Í okkar huga var það hætt að vera tilviljun þegar fréttir birtust um bankann í Morgunblaðinu undir pennaheitinu Agnes Bragadóttir í kjölfar „trúnaðarfunda" okkar með seðlabankastjóra. - Seðlabanki Íslands hafði eftirlit með stöðugleika íslenska fjármálakerfisins og lausafjárstöðu og hafði ýmis formleg úrræði til að sinna því hlutverki sínu auk þess sem forráðamenn bankans gátu beitt fortölum. Því verkefni var ekki sinnt. Davíð hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi haft uppi stór orð um bankana. Ég hef sjálfur kynnst því, að á mannamótum getur Davíð orðið illskeyttur og hvassyrtur. Þannig að ég skal ekki fullyrða um hvað hann kann að hafa sagt við menn. Það er hins vegar ekki aðalatriðið, aðalatriðið er hvaða tillögur til úrbóta seðlabankastjóri gerði. Mér vitanlega voru þær engar. Margir vita að Davíð var eitursnjall í samskiptum sínum við fjölmiðla og hafa margir andstæðingar hans fengið að kynnast því. Undanfarnar vikur hef ég fylgst með því hvernig aðilar tengdir honum beita „leka"-tækni af mikilli fimi gagnvart Kaupþingi. Ég skil vel að vinum Davíðs Oddssonar þyki leitt að hann skuli þurfa að víkja, þetta er sorglegur endir á annars um margt mögnuðum ferli. Listinn hér að ofan er auðvitað engan veginn tæmandi en ég tel að hann sýni glöggt þörfina á að Davíð víki. Verstu afglöp Davíðs í embætti seðlabankastjóra eru ef til vill þau að víkja ekki þegar allt er í óefni komið og taka þannig almannahag fram yfir eigin metnað.Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, með meistaragráðu í hagfræði og hefur starfað í bönkum víða í Evrópu í rúma tvo áratugi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar