Innlent

Gúggla verður að glöggva og Facebook verður vinabók

Þúsundir Íslendinga nota Facebook, eða Vinabók, eins og Baldur Jónsson leggur til.
Þúsundir Íslendinga nota Facebook, eða Vinabók, eins og Baldur Jónsson leggur til.

Málfræðingurinn Baldur Jónsson, sem situr í tölvuorðanefnd, hefur lagt til íslenskar þýðingar á orðunum Facebook, sem þúsundir Íslendinga nota, og einnig orðinu að gúggla, sem er dregið af leitar síðunni Google. Í grein sem Baldur skrifar í Morgunblaðið í dag leggur hann, og tölvuorðanefndin til, að íslenska þýðingin á Facebook, verði vinabók.

Það er þá dregið af Ölerindum Hallgríms Péturssonar, þó það séu tvö orð í vísunni, það er að segja, vina mót. Þá leggur Baldur einnig til að sögnin að „gúggla," verði breytt í sögnina að „glöggva". Samanber þá að glöggva sig á einhverju. Baldur tekur fram í greininni að um hugmyndir sé að ræða, og verði hugsanlega eingöngu til þess að aðrar og betri tillögur líti dagsins ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×