Fjölskylda berst í bökkum Valur Grettisson skrifar 13. febrúar 2009 11:39 Frá Ísafirði. MYND/Vilmundur Hansen „Við erum með tvö börn á leikskóla, þetta gæti orðið til þess að við þurfum að taka þau af skólanum," segir fjölskyldumaðurinn og smiðurinn Matthías Arnberg Matthíasson, en hann hefur verið atvinnulaus síðan í desember síðastliðnum. Matthías, sem er fjörtíu og fjögurra ára gamall faglærður smiður, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir karp á þingi og rifrildi um Davíð Oddssons - á meðan standa fjölskyldur varnalausar í þeim efnahagslegu hörmungum sem dunið hafa á landanum. Nú er raunveruleg hætta á því að Matthías missi húsið. Sjálfur hefur Matthías starfað sem sjálfstæður smiður í tíu ár og átti síst af öllu von á því að verða atvinnulaus. Matthías keypti hús á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni árið 2006. Nú er svo komið að hann getur ekki selt húsið, og þó honum takist það, þá hefur lánið hækkað um tæpar sjö milljónir á tveimur árum á meðan fasteignaverð fer lækkandi. Hann segist, eins og margar aðrar fjölskyldur, vera bundinn í átthagafjötra. Sé ekkert að gert, mun hann missa húsið, að eigin sögn. Matthíasi líst illa á ástandið og er að verða örvæntingafullur. Hann sendi fjölmiðlum bréf þar sem hann lýsti aðstæðum sínum í þeirri von að stjórnvöld færu að taka sig taki og kæmu frekar til móts við fjölskyldur landsins. Þegar hann er spurður hvort stjórnvöld hafi ekki þegar einmitt gert það svarar hann: „Ég get ekki séð að það sé verið að mæta fjölskyldu í kröggum. Ég fékk til að mynda að lengja lán sem varð til þess að það hækkaði vegna verðbólgunnar." Matthías bætir svo við: „Manni endist ekki ævin til þess að borga allar þessar skuldir sem hlaðast upp." Matthías segist hafa leitað að starfi á öllum Vestfjörðum og reyndar fleiri landsfjórðungum. Þannig segist hann hafa fundið eitt hlutastarf sem afgreiðslumaður í búð á Austurlandi. „Ég veit ekki hvað er til ráða," segir Matthías sem langar eingöngu að fá einhverja vinnu. Hann reynir að dytta að húsi fjölskyldunnar, sem ómögulegt er að selja, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hvetur stjórnvöld til þess að skapa störf í stað þess að skera niður, sjálfur hefur Matthías sínar hugmyndir: „Það er hægt að fara í viðhaldsframkvæmdir á þeim húsum sem eru hálfkláruð um allt land." Hann segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddssons, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.Bréfið frá fjölskyldunni má lesa í heild sinni hér: Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Við erum með tvö börn á leikskóla, þetta gæti orðið til þess að við þurfum að taka þau af skólanum," segir fjölskyldumaðurinn og smiðurinn Matthías Arnberg Matthíasson, en hann hefur verið atvinnulaus síðan í desember síðastliðnum. Matthías, sem er fjörtíu og fjögurra ára gamall faglærður smiður, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir karp á þingi og rifrildi um Davíð Oddssons - á meðan standa fjölskyldur varnalausar í þeim efnahagslegu hörmungum sem dunið hafa á landanum. Nú er raunveruleg hætta á því að Matthías missi húsið. Sjálfur hefur Matthías starfað sem sjálfstæður smiður í tíu ár og átti síst af öllu von á því að verða atvinnulaus. Matthías keypti hús á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni árið 2006. Nú er svo komið að hann getur ekki selt húsið, og þó honum takist það, þá hefur lánið hækkað um tæpar sjö milljónir á tveimur árum á meðan fasteignaverð fer lækkandi. Hann segist, eins og margar aðrar fjölskyldur, vera bundinn í átthagafjötra. Sé ekkert að gert, mun hann missa húsið, að eigin sögn. Matthíasi líst illa á ástandið og er að verða örvæntingafullur. Hann sendi fjölmiðlum bréf þar sem hann lýsti aðstæðum sínum í þeirri von að stjórnvöld færu að taka sig taki og kæmu frekar til móts við fjölskyldur landsins. Þegar hann er spurður hvort stjórnvöld hafi ekki þegar einmitt gert það svarar hann: „Ég get ekki séð að það sé verið að mæta fjölskyldu í kröggum. Ég fékk til að mynda að lengja lán sem varð til þess að það hækkaði vegna verðbólgunnar." Matthías bætir svo við: „Manni endist ekki ævin til þess að borga allar þessar skuldir sem hlaðast upp." Matthías segist hafa leitað að starfi á öllum Vestfjörðum og reyndar fleiri landsfjórðungum. Þannig segist hann hafa fundið eitt hlutastarf sem afgreiðslumaður í búð á Austurlandi. „Ég veit ekki hvað er til ráða," segir Matthías sem langar eingöngu að fá einhverja vinnu. Hann reynir að dytta að húsi fjölskyldunnar, sem ómögulegt er að selja, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hvetur stjórnvöld til þess að skapa störf í stað þess að skera niður, sjálfur hefur Matthías sínar hugmyndir: „Það er hægt að fara í viðhaldsframkvæmdir á þeim húsum sem eru hálfkláruð um allt land." Hann segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddssons, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.Bréfið frá fjölskyldunni má lesa í heild sinni hér:
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira