Lyfjanotkun beint í ódýrari lyf - milljarður sparast 15. febrúar 2009 17:06 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. Breytt neyslumynstur sparar hálfan milljarð Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.Lyfjakostnaður barna lækkaður Í reglugerðinni sem nú tekur gildi er lyfjakostnaður allra barna lækkaður með því að börn, eða foreldrarnir sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrir lyfin, en almennt gjald vegna lyfja fyrir börn var áður það sama og hjá fullorðnum. Þessi breyting kostar ríkið um 80 milljónir á ári.Lyfjakostnaður atvinnulausra lækkar einnig Íþriðja lagi hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að setja í reglugerðina ákvæði um, að einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum greiði hér eftir sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og mun lyfjakostnaður þeirra lækka með sama hætti og lyfjakostnaður barna. Á þessu stigi er ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgjast grannt með þróun mála hvað þetta varðar, og breyta, eða endurskoða, þennan þátt reglugerðarinnar, ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif.Skipting kostnaðar breytist Í fjórða lagi felur reglugerðin í sér að þök og gólf, eða reiknireglur, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga breytist, en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001, en frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 60%.Breytingin á að þökunum og gólfinu dregur úr lyfjakostnaðaraukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna.Heildsöluverð og smásöluálagningu lækkað Í fimmta lagi hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásöluálagningu. Þessi aðgerð skilar um 610 milljónum króna á ársgrundvelli.Hámarksafgreiðslureglan afnumin Í sjötta lagi er komið til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallað hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbótarútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. Breytt neyslumynstur sparar hálfan milljarð Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.Lyfjakostnaður barna lækkaður Í reglugerðinni sem nú tekur gildi er lyfjakostnaður allra barna lækkaður með því að börn, eða foreldrarnir sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrir lyfin, en almennt gjald vegna lyfja fyrir börn var áður það sama og hjá fullorðnum. Þessi breyting kostar ríkið um 80 milljónir á ári.Lyfjakostnaður atvinnulausra lækkar einnig Íþriðja lagi hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að setja í reglugerðina ákvæði um, að einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum greiði hér eftir sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og mun lyfjakostnaður þeirra lækka með sama hætti og lyfjakostnaður barna. Á þessu stigi er ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgjast grannt með þróun mála hvað þetta varðar, og breyta, eða endurskoða, þennan þátt reglugerðarinnar, ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif.Skipting kostnaðar breytist Í fjórða lagi felur reglugerðin í sér að þök og gólf, eða reiknireglur, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga breytist, en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001, en frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 60%.Breytingin á að þökunum og gólfinu dregur úr lyfjakostnaðaraukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna.Heildsöluverð og smásöluálagningu lækkað Í fimmta lagi hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásöluálagningu. Þessi aðgerð skilar um 610 milljónum króna á ársgrundvelli.Hámarksafgreiðslureglan afnumin Í sjötta lagi er komið til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallað hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbótarútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira