Innlent

Geir vildi ná í Brown en fékk ekki samband

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra reyndi að ná í Gordon Brown forsætisráðherra Breta í kjölfar bankahrunsins á Íslandi. Hann náði hins vegar ekki sambandi við hann og talaði því við Alistair Darling fjármálaráðherra í staðinn. Þetta kom fram í máli Geirs á Alþingi í dag þar sem rætt var um viðbrögð Breta í Icesave deilunni.

Það vakti athygli á dögunum þegar Geir sagðist í viðtali í þættinum HardTalk á BBC ekki hafa talað við Gordon Brown eftir að bankarnir á Íslandi hrundu. Á þingi í dag sagði Geir að hann hafi sennilega ekki tekið nægilega skýrt til orða í viðtalinu því hann hafi vissulega reynt að ná í Brown þann 9. október. Það hafi hins vegar ekki gengið og í staðinn hafi hann rætt við Darling og talið það nægilegt úr því sem komið var.

Geir ræddi hins vegar við Brown rétt fyrir hrunið, eða þann 5. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×