Innlent

Sakar Samfylkinguna um skipulagða rógsherferð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar Samfylkinguna um rógsherferð gegn sér.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar Samfylkinguna um rógsherferð gegn sér.

Formaður Framsóknaflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sakar Samfylkinguna um skipulagða rógsherferð gagnvart sér vegna fjármálastöðu sinnar og eiginkonu. Orðin lætur hann falla í helgarviðtali Fréttablaðsins sem kom út í dag.

Sigmundur segir í viðtalinu að hann hafi orðið var við fjármálastaða hans, og það að eiginkona hans hafi selt hlut sinn í P. Samúelsson, hafi verið gerð tortryggileg í netumræðunni undanfarið. Hann segir hana samanstanda af vel skipulögðum hópi.

Spurður hvaða hópur það sé sem standi á bak við þessa meintu rógsherferð svarar Sigmundur Davíð umbúðalaust; Samfylkingin.

Ummælin eru hugsanlega merki um að það hrikti í stoðum samstarfs flokkanna en Framsókn ver minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna frá falli.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×