Innlent

Steingrímur les úr Passíusálmunum

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
Fimmta árið í röð lesa alþingismenn og ráðherrar úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar. Hver lestur hefst klukkan 18 og tengist stuttri helgistund í kirkjunni, sem tekur um fimmtán mínútur. Fastan hefst á morgun þriðjudag og af því tilefni mun Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lesa úr sálmunum.

Þessar stundir hafa verið nefndar „Á leiðinni heim" og eru hugsaðar þannig að fólk geti komið við í kirkjunni á leiðinni heim til sín að loknum vinnudegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×