Hugsanleg sigurhátíð á fæðingadeildinni 26. febrúar 2009 16:14 „Ég verð kominn nákvæmlega 40 vikur á leið þann sjöunda mars," segir frambjóðandinn Steinunn Þóra Árnadóttir, en henni er ætlað að fæða barn sama dag og forval Vinstri grænna fer fram. Steinunn hefur gefið kost á sér í fjórða sætið í forvali flokksins í Reykjavík - og er kasólétt. Öfgakennd hreiðurgerð Spurð hvort um öfgakennda hreiðurgerð sér að ræða, það er að segja óstjórnleg löngun til þess að taka til og breyta á þinginu, svarar Steinunn hlæjandi: „Það skyldi þó aldrei vera." En Steinunn Þóra Leiðréttir það þó strax, hún er eingöngu að halda sínu striki enda varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavík. Hún tók sæti á þingi í janúar á síðasta ári þegar stallsystir hennar og núverandi menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fór í fæðingarorlof. Þá sat Steinunn á þingi í tvo mánuði. Núna er Steinunn í sömu sporum, ólétt það er að segja, og berst fyrir sínu sæti á sama tíma og hún tekst á við óléttuna. Missir vatn á framboðsfundi „Ef barnið er stundvíst þá missir maður bara vatnið á miðjum framboðsfundi," segir Steinunn hlæjandi en hana kvíðir þó ekki að takast á við forvalið á sama tíma og hún klárar meðgönguna. Fyrir á Steinunn, ásamt manni sínum, Stefáni Pálssyni hernaðarandstæðingi, eina þriggja ára gamla dóttur, hana Ólínu. Að sögn Steinunnar var það engin skyndiákvörðun að hún skyldi gefa kost á sér í fjórða sætið í forvali flokksins í Reykjavík. Hana hafi grunað að kosningar yrðu fyrr. Það var svo í síðustu viku sem hún ákvað endanlega að gefa kost á sér. Sigurhátíð á fæðingadeildinni „Er það ekki einmitt vegna þess að maður er með lítið kríli á leiðinni sem maður gefur kost á sér. Framtíðin er ekki björt, þetta er kannski bara partur af því að vera ábyrgt foreldri," segir Steinunn Þóra sem vill búa komandi kynslóðum, og eigin afkvæmi, betri framtíð. Steinunn segir það athyglisverða stúdíu hvort það verði munur á ófæddu barni sínu og Ólínu litlu sem fæddist inn í mitt góðæri. Hún veltir því fyrir sér hvort Ólína muni hugsanlega heimta ný leikföng á meðan það yngra, sem er kynlaust að sinni, láti sér nægja notuð kreppuleikföng. „Annars held ég að uppeldið spili nú stærstan hlut þessu öllu saman," segir Steinunn sposk. Aðspurð hvað hún geri fari svo að hún eignist barnið og nái ætluðum árangri á sama tíma svarar Steinunn að það séu ekki nema fimm prósent líkur á því, en í versta falli: „Þá heldur maður bara sigurhátíð á fæðingadeildinni." Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
„Ég verð kominn nákvæmlega 40 vikur á leið þann sjöunda mars," segir frambjóðandinn Steinunn Þóra Árnadóttir, en henni er ætlað að fæða barn sama dag og forval Vinstri grænna fer fram. Steinunn hefur gefið kost á sér í fjórða sætið í forvali flokksins í Reykjavík - og er kasólétt. Öfgakennd hreiðurgerð Spurð hvort um öfgakennda hreiðurgerð sér að ræða, það er að segja óstjórnleg löngun til þess að taka til og breyta á þinginu, svarar Steinunn hlæjandi: „Það skyldi þó aldrei vera." En Steinunn Þóra Leiðréttir það þó strax, hún er eingöngu að halda sínu striki enda varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavík. Hún tók sæti á þingi í janúar á síðasta ári þegar stallsystir hennar og núverandi menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fór í fæðingarorlof. Þá sat Steinunn á þingi í tvo mánuði. Núna er Steinunn í sömu sporum, ólétt það er að segja, og berst fyrir sínu sæti á sama tíma og hún tekst á við óléttuna. Missir vatn á framboðsfundi „Ef barnið er stundvíst þá missir maður bara vatnið á miðjum framboðsfundi," segir Steinunn hlæjandi en hana kvíðir þó ekki að takast á við forvalið á sama tíma og hún klárar meðgönguna. Fyrir á Steinunn, ásamt manni sínum, Stefáni Pálssyni hernaðarandstæðingi, eina þriggja ára gamla dóttur, hana Ólínu. Að sögn Steinunnar var það engin skyndiákvörðun að hún skyldi gefa kost á sér í fjórða sætið í forvali flokksins í Reykjavík. Hana hafi grunað að kosningar yrðu fyrr. Það var svo í síðustu viku sem hún ákvað endanlega að gefa kost á sér. Sigurhátíð á fæðingadeildinni „Er það ekki einmitt vegna þess að maður er með lítið kríli á leiðinni sem maður gefur kost á sér. Framtíðin er ekki björt, þetta er kannski bara partur af því að vera ábyrgt foreldri," segir Steinunn Þóra sem vill búa komandi kynslóðum, og eigin afkvæmi, betri framtíð. Steinunn segir það athyglisverða stúdíu hvort það verði munur á ófæddu barni sínu og Ólínu litlu sem fæddist inn í mitt góðæri. Hún veltir því fyrir sér hvort Ólína muni hugsanlega heimta ný leikföng á meðan það yngra, sem er kynlaust að sinni, láti sér nægja notuð kreppuleikföng. „Annars held ég að uppeldið spili nú stærstan hlut þessu öllu saman," segir Steinunn sposk. Aðspurð hvað hún geri fari svo að hún eignist barnið og nái ætluðum árangri á sama tíma svarar Steinunn að það séu ekki nema fimm prósent líkur á því, en í versta falli: „Þá heldur maður bara sigurhátíð á fæðingadeildinni."
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira