Lífið

Aðdáendur Potters bíða til 2011 eftir endalokunum

Til stendur að sjöundu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter verði skipt upp og gerð að tveimur kvikmyndum. Opinbera skýringin sem gefin er, er sú að söguþráðurinn sé það langur að hann rúmist ekki fyrir í einni mynd. En gárungarnir telja raunverulega orsökin sé sú að það geti gefið betur af sér að lokka aðdáendur Potters tvisvar í bíó frekar en einu sinni. Gert er ráð fyrir að fyrri hlutinn verði frumsýndur vestra í nóvember 2010 en áhorfendur bíði svo til 15. júlí 2011 eftir seinni hlutanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×