Innlent

AGS hefur áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi

Paul Thomsen frá sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Paul Thomsen frá sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Vaxandi atvinnuleysi og tafir við endurreisn bankakerfisins eru meðal helstu áhyggjuefna sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú er stödd hér á landi. Þetta kemur fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Ráðherra segir að fulltrúar sjóðsins séu þó í meginatriðum sáttir við þann árangur sem náðst hefur hingað til.

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom hingað til lands á fimmtudag en fulltrúar sjóðsins hafa meðal annars fundað með ráðherrum og embættismönnum. Markmiðið er að gera úttekt og taka stöðu á efnhagsáætlun ríkisstjórnarinnar og alþjóðagjaldeyrissjóðsin. Nefndin fer af landi brott 10. mars.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fundaði með fulltrúum sjóðsins á fimmtudag.

Aðspurður hvort fulltrúar sjóðsins hafi verið ánægðir með þann árangur sem náðst hefur hingað til segist Steingrímur ekki hafa heyrt annað.

„Auðvitað hefði ég viljað sjá suma hluti ganga hraðar og það vita allir að endurreisn bankakerfisins og sérstaklega það að bankarnir fái efnhagsreikning hefur gengið hægar en til stóð. Ýmiss undirbúningur hafði goldið fyrir ástandið eða óvissunar hér síðarihluta desembermánaðar. Ég held hinsvegar að þeir hafi verið mjög sáttir við þá vinnu sem þessi ríkisstjórn hefur sett í farveg," segir Steingrímur.

„Þeir eru í aðalatriðum sáttir við framvinduna en hafa áhyggjur af til dæmis vaxandi atvinnuleysi og öðrum vandamálum sem er verið að reyna að greiða úr, við getum tekið stöðu sparisjóðakerfisins og við getum tekið fleira. En þetta eru allt saman hlutir sem er veirð að fara yfir og verða ræddir."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×