Innlent

Lukkan loks með Lucky Star

Frá vaktstöð siglinga.
Frá vaktstöð siglinga.

Tíu daga hrakningum línuskipsins Lucky Star hér við land lauk loks í gærkvöldi þegar skipið hélt inn í lögsögu Færeyja og er væntanlegt til hafnar þar með morgninum.

Lucky Star hét áður Faxaborg, en hefur verið selt til Tansaníu. Grísk og pakistönsk skipshöfn sótti skipið til Rifs á Snæfellsnesi, en síðan hefur það hvað eftir annað leitað vars vegna brælu og einu sinni skotist í skjól inn til Þorlákshafnar. Vaktstöð siglinga var í stöðugu sambandi við skipstjórann og taldi í hann kjarkinn, en áhöfnin mun ekki vera vön haföldum Norður-Atlantshafsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×