Innlent

Ákvörðun Seðlabankans órökstudd og skaðleg

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Gjaldeyrishöft verða ekki afnumin næsta hálfa árið. Samtök atvinnulífsins segja ákvörðunina skaðlega og brýnt að losað verði um höftin hið fyrsta.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að skilyrði til að afnema gjaldeyrishöft séu ekki til staðar og því verði þau ekki afnumin að sinni. Samkvæmt reglum um gjaldeyrismál átti að endurskoða þær fyrir 1. mars og á næsta endurskoðun að fara fram eigi síðar en 1. september.

,,Þessi ákvörðun er á engan hátt rökstudd og það er efitt að mæta þessari ákvörðun sérstaklega. Almennt höfum við hjá Samtökum atvinnulífsins verið andsnúnir þessum gjaldeyrishömlum og höfuðum vonast til þess ð losað yrði um þær," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og bætir því við að ef einhver þörf sé fyrir gjaldeyrishöft yfirhöfuð ættu þau að beinast að eignum útlendinga sem eiga jöklabréf.

,,Við höfðum bundið vonir við það að í tenglum við heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði hugsað um hömlurnar," segir Hannes og bætir við að það sé ekki útséð með það.

Hannes telur að gjaldeyrishöftin séu skaðleg og ekki til neins gagns. Hann segir brýnt að hafin verði vinna við að losa um þau.

Ákvörðun Seðlabankans nú eru vonbrigði. ,,Jú það eru klárlega vonbrigði," segir Hannes.


Tengdar fréttir

Gjaldeyrishöft ekki afnumin að sinni

Samkvæmt nýjum reglum um gjaldeyrismál ber að endurskoða þær eigi síðar en 1. mars 2009. Seðlabank Íslands hefur metið hvort nauðsynleg skilyrði þess að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft séu til staðar og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×