Erlent

Tölvuleikur meira ávanabindandi en kókaín

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Úr tölvuleiknum World of Warcraft.
Úr tölvuleiknum World of Warcraft.

Fimmtán ára gamall Svíi var fluttur á sjúkrahús með heiftarleg krampaköst eftir að hafa spilað tölvuleikinn World of Warcraft í einn sólarhring samfleytt og hafa sumir sérfræðingar látið þau orð falla að leikurinn sé meira ávanabindandi en kókaín.

Leikurinn er svokallaður fjölspilunarhlutverkaleikur og fer fram á Netinu en talið er að allt að 11 milljónir notenda um heim allan taki þátt í honum. Vitað er um fjölda tilfella þar sem notendur hreinlega spila leikinn þar til þeir detta meðvitundarlausir í gólfið en slíkt verður að teljast óvenjulegt þegar tölvuleikur á í hlut.

Svíinn ungi sem endaði á sjúkrahúsi mun ná sér að fullu en starfsfólk úr heilbrigðisgeiranum hefur sagt óhugnanlegar sögur af tölvuleikjafíkn. Breskur geðlæknir greindi til dæmis frá því að sumir sjúklinga hans hefðu greint frá tölvuleikjanotkun í 14 til 16 klukkustundir á dag án þess að nokkuð annað komist að.

Þetta leiði oft til þess að fólk dragi sig algjörlega í hlé frá mannlegu samfélagi og einangrist að lokum við tölvuskjáinn. Það gera þó ekki allir því margir World of Warcraft-notendur heimsækja World of Warcraft-ráðstefnur vítt og breitt um heiminn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×