Innlent

Taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, telur ástæðu til að breyta lögum þannig að forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag þegar og ef þeir kjosi að fara þá leið.

Jafnréttisstofa komst að þeirri niðurstöðu í desember á seinasta ári að ákvæði laga um sjálfvirka skráningu barns í trúfélag móður standist tæpast lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna.

Árni Þór lagði fram á Alþingi í gær fyrirspurn til Rögnu Árnadóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra, um afstöðu hennar til málsins og álit lögfræðings Jafnréttisstofu.

,,Ég er fyrst og fremst að leita eftir viðhorfi dómsmálaráðherra til málsins og til þeirra sjónarmiða sem koma fram í áliti lögfræðings Jafnréttisstofu. Sjálfum finnst mér full ástæða til að ræða breytingu á þessu ákvæði í samræmi við það sem kemur fram í fyrirspurninni," segir Árni Þór.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, lagði fyrirspurnina fram 18. desember en varð að afturkalla hana þegar hún tók við ráðherraherrastarfi þar sem ráðherrar bera ekki fram fyrirspurnir til annarra ráðherra á Alþingi. Í framhaldinu lagði Árni Þór fyrirspurnina fram í sínu nafni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×