FSA staðfestir viðræður um Icesave 4. mars 2009 15:40 Fréttastofan hefur fengið það staðfest hjá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) að viðræður áttu sér stað milli FSA og Landsbankans um að koma Icesave-reikningunum í breska lögsögu s.l. haust. FSA segir að þessar viðræður hafi ekki leitt til neins samkomulags og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið enda sé það starfsregla hjá embættinu að ræða ekki um mál einstakra félaga/fyrirtækja sem heyra undir það. Eins og fram hefur komið í fréttum er nú deilt um hvort fyrrgreindar viðræður hafi yfirhöfuð farið fram. Fréttastofa hefur séð tvö bréf tengd málinu. Annarsvegar það bréf sem birt var í Kastljósi þar sem bankastjórar Landsbankans segja að bankinn eigi í viðræðum við FSA um hraðvirka dótturfélagavæðingu vegna Icesave. Bréfið er stílað á Seðlabanka Íslands og dagsett sunnudaginn 5. október. Þar benda bankastjórarnir á þrjá hluti sem gerst höfðu þann daginn og þeim fannst að Seðlabankinn ætti að vita af. Þar á meðal eru viðræður bankans við Hector Sants, forstjóra FSA í Bretlandi um að framkvæma „hraðvirka dótturfélagavæðingu" Icesave reikninganna í Bretlandi. „Við viljum koma þessum upplýsingum á framfæri og því breytta mati sem þetta getur leitt til á stöðu Landsbankans," segir í bréfinu sem undirritað er af þeim Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni forstjórum bankans. Bréfið sem sent var FSA frá Landsbankanum. Hitt bréfið sent af starfsmanni Landsbankans til starfsmanns breska fjármálaeftirlitsins, aðfararnótt 6. október, þar sem meðal annars kemur fram að Landsbankinn hafi verið í sambandi við Hector Sants hjá FSA fyrr um kvöldið. Í þessu bréfi er rætt um 200 milljón punda greiðslu til útibús bankans í Bretlandi til þess að mæta útstreymi fjármagns frá útibúinu auk þess sem leggja þurfi Heritable bankanum til 53 milljónir punda. Farið hafi verið fram á fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum af þeim sökum. „Okkur skilst að Seðlabankinn muni taka afstöðu til málsins á morgun og við munum millifæra upphæðirnar um leið og við fáum þær frá bankanum," segir í bréfinu. „Ég vona að þessar ráðstafanir mæti skilmálunum sem ræddir voru fyrr í kvöld við þig og Hr. Hector Sants," segir að lokum. Bréfið sem sent var Seðlabankanum þar sem rætt er um hraðvirka meðferð varðandi Icesave. Engin fyrirgreiðsla fékkst hins vegar frá Seðlabankanum og í kjölfar setningar neyðarlaga á Alþingi var Landsbankinn tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu aðfararnótt þriðjudagsins 7. október.Nokkru síðar lýsti Björgólfur Thor Björgólfsson því í Kompásþætti að flýtimeðferð hefði verið í boði og að Seðlabankanum hafi verið kunnugt um það.Þessu neitaði Seðlabankinn í yfirlýsingu og sagði Björgólf fara með rangt mál, ekkert hafi verið minnst á flýtimeðferð vegna Icesave. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Fréttastofan hefur fengið það staðfest hjá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) að viðræður áttu sér stað milli FSA og Landsbankans um að koma Icesave-reikningunum í breska lögsögu s.l. haust. FSA segir að þessar viðræður hafi ekki leitt til neins samkomulags og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið enda sé það starfsregla hjá embættinu að ræða ekki um mál einstakra félaga/fyrirtækja sem heyra undir það. Eins og fram hefur komið í fréttum er nú deilt um hvort fyrrgreindar viðræður hafi yfirhöfuð farið fram. Fréttastofa hefur séð tvö bréf tengd málinu. Annarsvegar það bréf sem birt var í Kastljósi þar sem bankastjórar Landsbankans segja að bankinn eigi í viðræðum við FSA um hraðvirka dótturfélagavæðingu vegna Icesave. Bréfið er stílað á Seðlabanka Íslands og dagsett sunnudaginn 5. október. Þar benda bankastjórarnir á þrjá hluti sem gerst höfðu þann daginn og þeim fannst að Seðlabankinn ætti að vita af. Þar á meðal eru viðræður bankans við Hector Sants, forstjóra FSA í Bretlandi um að framkvæma „hraðvirka dótturfélagavæðingu" Icesave reikninganna í Bretlandi. „Við viljum koma þessum upplýsingum á framfæri og því breytta mati sem þetta getur leitt til á stöðu Landsbankans," segir í bréfinu sem undirritað er af þeim Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni forstjórum bankans. Bréfið sem sent var FSA frá Landsbankanum. Hitt bréfið sent af starfsmanni Landsbankans til starfsmanns breska fjármálaeftirlitsins, aðfararnótt 6. október, þar sem meðal annars kemur fram að Landsbankinn hafi verið í sambandi við Hector Sants hjá FSA fyrr um kvöldið. Í þessu bréfi er rætt um 200 milljón punda greiðslu til útibús bankans í Bretlandi til þess að mæta útstreymi fjármagns frá útibúinu auk þess sem leggja þurfi Heritable bankanum til 53 milljónir punda. Farið hafi verið fram á fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum af þeim sökum. „Okkur skilst að Seðlabankinn muni taka afstöðu til málsins á morgun og við munum millifæra upphæðirnar um leið og við fáum þær frá bankanum," segir í bréfinu. „Ég vona að þessar ráðstafanir mæti skilmálunum sem ræddir voru fyrr í kvöld við þig og Hr. Hector Sants," segir að lokum. Bréfið sem sent var Seðlabankanum þar sem rætt er um hraðvirka meðferð varðandi Icesave. Engin fyrirgreiðsla fékkst hins vegar frá Seðlabankanum og í kjölfar setningar neyðarlaga á Alþingi var Landsbankinn tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu aðfararnótt þriðjudagsins 7. október.Nokkru síðar lýsti Björgólfur Thor Björgólfsson því í Kompásþætti að flýtimeðferð hefði verið í boði og að Seðlabankanum hafi verið kunnugt um það.Þessu neitaði Seðlabankinn í yfirlýsingu og sagði Björgólf fara með rangt mál, ekkert hafi verið minnst á flýtimeðferð vegna Icesave.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira