Innlent

Vítisenglaveisla ógn við þjóðaröryggi

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá 5. mars til og með 7. mars. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að breytingunni sé ætlað að „koma í veg fyrir væntanlega komu ákveðins hættulegs hóps frá og um nágrannalönd Íslands í Evrópu."

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að vélhjólasamtökin Fáfnir, sem tengd eru Vítisenglunum, ætli að opna nýtt klúbbhús í Hafnarfirðinum með pompi og prakt á laugardaginn kemur. Að því má því leiða líkum að sá hættulegi hópur sem dómsmálaráðherra nefnir séu Vítisenglar frá Evrópu sem ætli sér að heimsækja félaga sína í Fáfni.

Möguleiki er á því að setja þessar auknu öryggiskröfur innan Scengen svæðisins í tilefni „sérstakrar ógnunar gegn allsherjarreglu og þjóðaröryggi." Þá segir ráðherra einnig að eftirltið sé í tilefni „atburðar sem áætlað er að muni eiga sér stað laugardaginn 7. mars." Einnig er greint frá því að eftirlitið muni eiga sér stað á ákveðnum tímum innan tímabilsins og mun einungis ná til komuflugs á Keflavíkurflugvöll, í samræmi við væntanlegar ferðaleiðir þeirra hópa sem hér um ræðir.



Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í tilkynningunni segir að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt ákvörðunina til skrifstofu Ráðherraráðs Evrópusambandsins, forseta Framkvæmdastjórnarinnar og öðrum ríkjum Schengen samstarfsins.„Dómsmálaráðherra og stjórnvöld er bera ábyrgð á landamæraeftirliti munu einnig tilkynna viðeigandi stjórnvöldum landamæra ákveðinna Schengen ríkja, til að tryggja að landamæraeftirlit að ofangreindu tilefni eigi sér stað á sem skilvirkastan hátt. Engra almennra aðgerða er óskað af öðrum Schengen ríkjum."


Tengdar fréttir

Klúbbhús Fáfnis í ólöglegu húsnæði

Klúbbhús vélhljólaklúbbsins Fáfnis sem fyrirhugað er að opna um helgina er í ólöglegu húsnæði. Það er byggt og samþykkt sem iðnaðarhúsnæði og öll breyting á því í aðra veru er ekki heimil.

Fáfnir opnar nýtt klúbbhús

Vélhjólaklúbburinn Fáfnir ætlar að opna nýtt klúbbhús í Hafnarfirði um næstu helgi. Fáfnir er opinber stuðningsklúbbur Hell's Angels klíkunnar sem ítrekað hefur reynt að ná fótfestu hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×