Rauðgræn ríkisstjórn í boði norskra ráðherra Sturla Böðvarsson skrifar 5. mars 2009 00:01 Ríkisstjórnin virðist nú leggja allt sitt traust á norska stjórnmálamenn og þeir gera sig mjög gildandi hér um þessar mundir. Það birtist m.a. í því að ráðinn var fyrrverandi stjórnmálamaður frá Noregi í stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands. Upplýst hefur verið að það var gert að undirlagi fjármálaráðherra Noregs. Það gerðist þrátt fyrir að það stangist á við stjórnarskrána að skipa erlendan ríkisborgara sem embættismann. Bæði forsætisráðherra og ekki síður fjármálaráðherra gerðu sig ber að því í viðtölum að vanvirða ákvæði stjórnarskrárinnar með því að halda því fram að breytingar á lögum um Seðlabankann ýti til hliðar skýrum ákvæðum í stjórnarskránni. Í verkum ráðherranna og framgöngu var tilgangurinn látinn helga meðölin. Vonandi gengur seðlabankastjóranum nýja vel þann stutta tíma sem honum er ætlað að vera við störf hér á Íslandi og vonandi hefur hann áttað sig á því að hann vinnur í umboði íslenskra stjórnvalda en ekki þeirra norsku. En vinnubrögðin við ráðningu hans eru einsdæmi og ekki til þess fallin að auka traust á Seðlabankanum eða ríkisstjórninni. Nær hefði verið fyrir Jóhönnu að setja Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins og fyrrum seðlabankastjóra, til verksins meðan beðið var auglýsingar og „faglegrar" ráðningar í starfið. Hann þekkir vel til verka og hefur alla þá reynslu sem til þarf og hefði sómt sér vel í þessu mikilvæga embætti. Í þessu máli birtist virðing Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir stjórnarskránni með sérkennilegum hætti eftir þrjátíu ár á þingi. Jens Stoltenberg leggur þeim liðÍ síðustu viku var fundur forsætisráðherra Norðurlandanna haldinn hér í Bláa lóninu. Við það tilefni ræddi fréttamaður Kastljóssins við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Ekki fór á milli mála að norski forsætisráðherrann hugsaði sér að hafa áhrif á innanlandsmál á Íslandi með ótrúlega ósvífnum hætti og notaði tækifærið í Kastljósi sem nær til margra kjósenda á Íslandi. Í viðtalinu kom fram eftirfarandi kafli þar sem Kastljósið kallar fram undarlegt inngrip í íslensk stjórnmál. Hér fer á eftir endurrit úr Kastljósþættinum. Fréttamaður Kastljóssins: Þú hittir Ingibjörgu Sólrúnu hér á eftir og mér skilst að þú hafir mikinn áhuga á væntanlegum kosningum. Dreymir þig um að hér verði rauð og græn vinstri stjórn eftir kosningarnar? Jens Stoltenberg: Við höfum góða reynslu af slíku stjórnarfyrirkomulagi í Noregi. Það verður áhugavert ef slíkt verður reynt hér á Íslandi. Ég hef þekkt Ingibjörgu í mörg ár og við Jóhanna, forsætisráðherra ykkar, hittumst og ég þekki marga aðra íslenska stjórnmálamenn og ég vona að þeim takist að koma á rauðgrænni stjórn hér. Við höfum góða reynslu af því fyrirkomulagi. Til valda með aðstoð að utan.Hver pantar slíkar spurningar? Hvað gengur forsætisráðherra Noregs til að hefja hér afskipti af stjórnmálum á Íslandi? Var það hluti af beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar til forsætisráðherra og fjármálaráðherra Noregs að þau tækju þátt í kosningabaráttunni hér? Á hjálpin að berast að utan til þess að hægt verði að mynda hér rauðgræna ríkisstjórn? Verður stuðningur Framsóknarflokksins við ríkisstjórnina óþarfur? Á mínum langa ferli í stjórnmálum hef ég ekki áður orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og þeim sem Jóhanna og Steingrímur J. viðhafa á öllum sviðum. Og það er vert að minnast þess og rifja upp að þau komust til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi. Aðgerða sem ráðherra Vinstri grænna hefur hreykt sér af að hafa staðið að baki og margir telja að hafi verið skipulagðar í skjóli Vinstri grænna bæði innan þingsins og utan. Það geta ekki verið vinnubrögð sem við viljum innleiða á Íslandi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin virðist nú leggja allt sitt traust á norska stjórnmálamenn og þeir gera sig mjög gildandi hér um þessar mundir. Það birtist m.a. í því að ráðinn var fyrrverandi stjórnmálamaður frá Noregi í stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands. Upplýst hefur verið að það var gert að undirlagi fjármálaráðherra Noregs. Það gerðist þrátt fyrir að það stangist á við stjórnarskrána að skipa erlendan ríkisborgara sem embættismann. Bæði forsætisráðherra og ekki síður fjármálaráðherra gerðu sig ber að því í viðtölum að vanvirða ákvæði stjórnarskrárinnar með því að halda því fram að breytingar á lögum um Seðlabankann ýti til hliðar skýrum ákvæðum í stjórnarskránni. Í verkum ráðherranna og framgöngu var tilgangurinn látinn helga meðölin. Vonandi gengur seðlabankastjóranum nýja vel þann stutta tíma sem honum er ætlað að vera við störf hér á Íslandi og vonandi hefur hann áttað sig á því að hann vinnur í umboði íslenskra stjórnvalda en ekki þeirra norsku. En vinnubrögðin við ráðningu hans eru einsdæmi og ekki til þess fallin að auka traust á Seðlabankanum eða ríkisstjórninni. Nær hefði verið fyrir Jóhönnu að setja Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins og fyrrum seðlabankastjóra, til verksins meðan beðið var auglýsingar og „faglegrar" ráðningar í starfið. Hann þekkir vel til verka og hefur alla þá reynslu sem til þarf og hefði sómt sér vel í þessu mikilvæga embætti. Í þessu máli birtist virðing Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir stjórnarskránni með sérkennilegum hætti eftir þrjátíu ár á þingi. Jens Stoltenberg leggur þeim liðÍ síðustu viku var fundur forsætisráðherra Norðurlandanna haldinn hér í Bláa lóninu. Við það tilefni ræddi fréttamaður Kastljóssins við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Ekki fór á milli mála að norski forsætisráðherrann hugsaði sér að hafa áhrif á innanlandsmál á Íslandi með ótrúlega ósvífnum hætti og notaði tækifærið í Kastljósi sem nær til margra kjósenda á Íslandi. Í viðtalinu kom fram eftirfarandi kafli þar sem Kastljósið kallar fram undarlegt inngrip í íslensk stjórnmál. Hér fer á eftir endurrit úr Kastljósþættinum. Fréttamaður Kastljóssins: Þú hittir Ingibjörgu Sólrúnu hér á eftir og mér skilst að þú hafir mikinn áhuga á væntanlegum kosningum. Dreymir þig um að hér verði rauð og græn vinstri stjórn eftir kosningarnar? Jens Stoltenberg: Við höfum góða reynslu af slíku stjórnarfyrirkomulagi í Noregi. Það verður áhugavert ef slíkt verður reynt hér á Íslandi. Ég hef þekkt Ingibjörgu í mörg ár og við Jóhanna, forsætisráðherra ykkar, hittumst og ég þekki marga aðra íslenska stjórnmálamenn og ég vona að þeim takist að koma á rauðgrænni stjórn hér. Við höfum góða reynslu af því fyrirkomulagi. Til valda með aðstoð að utan.Hver pantar slíkar spurningar? Hvað gengur forsætisráðherra Noregs til að hefja hér afskipti af stjórnmálum á Íslandi? Var það hluti af beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar til forsætisráðherra og fjármálaráðherra Noregs að þau tækju þátt í kosningabaráttunni hér? Á hjálpin að berast að utan til þess að hægt verði að mynda hér rauðgræna ríkisstjórn? Verður stuðningur Framsóknarflokksins við ríkisstjórnina óþarfur? Á mínum langa ferli í stjórnmálum hef ég ekki áður orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og þeim sem Jóhanna og Steingrímur J. viðhafa á öllum sviðum. Og það er vert að minnast þess og rifja upp að þau komust til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi. Aðgerða sem ráðherra Vinstri grænna hefur hreykt sér af að hafa staðið að baki og margir telja að hafi verið skipulagðar í skjóli Vinstri grænna bæði innan þingsins og utan. Það geta ekki verið vinnubrögð sem við viljum innleiða á Íslandi. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar