Innlent

Stefna á að fá þrjá menn kjörna

Kristján Möller samgönguráðherra var að vonum ánægður með niðurstöðu prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi þegar fréttastofa hafði samband við hann. Kristján hlaut örugga kosningu í 1. sæti á listann.

Kristján er ánægður með það hvernig skipaðist á listann. „Mér líst vel á hann. Ég er afar ánægður með mína útkomu og þaklátur flokksmönjum sem tóku þátt fyrir mikinn stuðning," segir Kristján. Hann bendir á að hann hafi fengið um 50% atkvæða. Hann segir jafnframt að sér lítist vel á samstarfsmenn. „Listinn er bara vel skipaður. Það kemur þarna nýtt fólk inn og hæfileg blanda. Þannig að þetta lítur bara ágætlega út," segir Kristján og bætir því við að hópurinn sé býsna baráttuglaður og til í slaginn.

Kristján segist gera sér vonir um að fá þrjá menn kjörna í Norðausturkjördæminu að þessu sinni. „Við höfum nú verið í síðustu tveimur kosningum hænuskrefi frá því að fá þrjá menn kjörna," segir Kristján og segir að stefnt verði að hinu sama núna.








Tengdar fréttir

Sigmundur Ernir líklega á leið á þing

Kristján L. Möller hlaut örugga kosningu í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður hreppti annað sætið og er líklegt að þessi niðurstaða verði til þess að hann verði á meðal nýliða á þingi eftir næstu kosningar. Jónína Rós Guðmundsdóttir hreppti það þriðja en hún var færð í það sæti vegna kynjakvóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×