Erlent

Hóta fleiri morðum á N-Írlandi

Tveir írskir morðingjahópar hóta að halda áfram að myrða hermenn og lögreglumenn meðan Bretar hafi nokkur umsvif á N-Írlandi.

Morðingjarnir eru í tveim klofningshópum frá Írska lýðveldishernum. Annar þeirra kallar sig Framhalds lýðveldisherinn og það var hann sem myrti fjörutíu og átta ára gamlan lögreglumann í gærkvöldi. Lögreglumaðurinn var skotinn í höfuðið af stuttu færi þar sem hann sat í bíl sínum.

Hinn hópurinn kallar sig Alvöru lýðveldisherinn. Það voru liðsmenn hans sem myrtu tvo breska hermenn sem voru að taka við mat frá pizzusendlum utan við herstöð sína. Fjórir til viðbótar særðust í árásinni.

Báðir fyrrnefndir hópar klufu sig frá Írska lýðveldishernum þegar kaþólikkar og mótmælendur sömdu frið árið 1998.

Leiðtogar bæði mótmælenda og kaþólikka hafa fordæmt morðin og heitið því að þau muni ekki hafa áhrif á friðarsamningana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×