Jón Ásgeir: Hefðum betur haldið okkur bara í smásölunni 11. mars 2009 16:27 Jón Ásgeir Jóhannesson „Mér líður hræðilega eftir þessi tíðindi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, um þá staðreynd að beiðni áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs Group var hafnað í dag. Tíðindin þýða að Baugur er gjaldþrota og Jón Ásgeir segir að þessi niðurstaða muni kosta hluthafa og kröfuhafa mikið fé. Hann segist vera gapandi hissa á því að áframhaldandi greiðslustöðvun hafi ekki verið samþykkt. „Ég fer ekki ofan af því að sú áætlun sem við lögðum fram í lok janúar hafi verið langbesta leiðin til að veranda verðmæti eigna Baugs. Því miður þá ákváðu skilanefndirnar að hlusta frekar á ráð frá PwC en menn þar á bæ höfðu lítið kynnt sér málið eða í tvær vikur og höfðu ekki svo mikið fyrir því að kynna Baugi niðurstöðu áður en lengra var haldið sem er mjög sérstakt. Ég óttast að minna fáist fyrir eignirnar með þessu. Þær verða sundurtættar og þeir einu sem munu hagnast eru erlendir aðilar sem fá eignirnar nánast gefins eins og markaðurinn er í dag. Það er búið að glutra niður eignaverðmætum upp á 5000 milljarða í bankakerfinu frá því að Gltinir var tekinn yfir af ríkinu. Menn þurfa að spyrja sig hvort við Íslendingar séum að tækla bankahrunið með réttum hætti. Það er mikið af góðu fólki í skilanefndum en þetta er spurning um aðferðafræðina," segir Jón Ásgeir. Aðspurður um ástæðu þess hversu hart Glitnir gekk fram í að hindra áframhaldandi greiðslustöðvun segist Jón Ásgeir ekki geta svarað því. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að einn ríkisbanki skuli ganga svona hart fram og greinilegt að menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig til að koma okkur á kné. Á meðan hefur sami banki beðið sína lánadrotna um skilning á hlutum svo hægt sé að bjarga verðmætum því það vita allir að gjaldþrot er versta niðurstaða fyrir fyrirtæki og eignir þess." Gaumur, fjölskyldufélag Jóns Ásgeirs, var stærsti hluthafinn í Baugi Group. Félagið á Haga, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og 10/11 og stóran hluta í Teymi. Aðspurður segir Jón Ásgeir að fall Baugs komi við Gaum. „Við töpum tugum milljarða á þessu. Ég óttast hins vegar ekki um framtíð Haga. Félagið er vel rekið og mun betur sett en mörg önnur. Pabbi [Jóhannes Jónsson] hefur séð um þennan rekstur hér heima um árabil og mun einbeita sér að því áfram og ég trúi ekki öðru en það muni blómstra í hans höndum sem hingað til," segir Jón Ásgeir. Hann á sjálfur ásamt eiginkonu sinni fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar, undir hvers merkjum Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjan og Vísir.is er, sem hann segir ekki í neinni hættu vegna þrots Baugs. Baugur Group óx gífurlega hratt á fyrstu árum þessarar aldar. Aðspurður um hvort hann sjái eftir einhverju sérstöku á síðustu árum segir Jón Ásgeir að hann telji að margir góðir hlutir hafi verið gerðir. „Við byggðum upp fyrirtæki eins og Iceland, House of Fraser, Hamleys,Booker og Magasin du Nord sem eru í miklu betri málum nú en þegar við keyptum þau. Hins vegar má segja að við höfum verið að vasast í hlutum sem við þekktum kannski ekki nógu vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Þar á ég við aðkomu okkar að fjárfestingafélögum á borð við FL Group og banka á borð við Glitni. Við byggðum upp okkar fyrirtæki í kringum smásöluverslun og hefðum kannski betur haldið okkur þar," segir Jón Ásgeir. Baugur Group greip til þess ráðs að selja allan annan rekstur en verslunarrekstur um mitt ár 2008 en Jón Ásgeir segir að sennilega hafi það verið of seint. „Enginn gat ímyndað sér þetta hrun um mitt síðasta ár þegar eigið fé Baugs var rúmlega 70 milljarðar. Í kjölfar á bankahruni urðu allar eignir íslendinga erlendis fyrir miklu tjóni. Ég er harður á því að í okkar tilfelli hefði verið betra að bíða storminn af sér í vari í nokkur ár og ná verðmætum til baka og meira til. Innan Baugs var einstakt eignarsafn sem glatast nú." Jón Ásgeir hefur verið umdeildur maður á Íslandi og varla nokkur Íslendingur til sem ekki hefur haft skoðun á persónu hans og gjörðum. „Okkar fyrirtæki og persónur, þá kannski aðallega ég og Baugur, hafa verið mjög áberandi á Íslandi á undanförnum árum. Það er sennilega kominn tími til að ég hvíli mig á Íslandi og Ísland hvíli sig á mér. Ég hef tekið af mér nokkur störf erlendis t.d fyrir Iceland Foods og mun vinna að því, " segir Jón Ásgeir um framhaldið. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
„Mér líður hræðilega eftir þessi tíðindi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, um þá staðreynd að beiðni áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs Group var hafnað í dag. Tíðindin þýða að Baugur er gjaldþrota og Jón Ásgeir segir að þessi niðurstaða muni kosta hluthafa og kröfuhafa mikið fé. Hann segist vera gapandi hissa á því að áframhaldandi greiðslustöðvun hafi ekki verið samþykkt. „Ég fer ekki ofan af því að sú áætlun sem við lögðum fram í lok janúar hafi verið langbesta leiðin til að veranda verðmæti eigna Baugs. Því miður þá ákváðu skilanefndirnar að hlusta frekar á ráð frá PwC en menn þar á bæ höfðu lítið kynnt sér málið eða í tvær vikur og höfðu ekki svo mikið fyrir því að kynna Baugi niðurstöðu áður en lengra var haldið sem er mjög sérstakt. Ég óttast að minna fáist fyrir eignirnar með þessu. Þær verða sundurtættar og þeir einu sem munu hagnast eru erlendir aðilar sem fá eignirnar nánast gefins eins og markaðurinn er í dag. Það er búið að glutra niður eignaverðmætum upp á 5000 milljarða í bankakerfinu frá því að Gltinir var tekinn yfir af ríkinu. Menn þurfa að spyrja sig hvort við Íslendingar séum að tækla bankahrunið með réttum hætti. Það er mikið af góðu fólki í skilanefndum en þetta er spurning um aðferðafræðina," segir Jón Ásgeir. Aðspurður um ástæðu þess hversu hart Glitnir gekk fram í að hindra áframhaldandi greiðslustöðvun segist Jón Ásgeir ekki geta svarað því. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að einn ríkisbanki skuli ganga svona hart fram og greinilegt að menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig til að koma okkur á kné. Á meðan hefur sami banki beðið sína lánadrotna um skilning á hlutum svo hægt sé að bjarga verðmætum því það vita allir að gjaldþrot er versta niðurstaða fyrir fyrirtæki og eignir þess." Gaumur, fjölskyldufélag Jóns Ásgeirs, var stærsti hluthafinn í Baugi Group. Félagið á Haga, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og 10/11 og stóran hluta í Teymi. Aðspurður segir Jón Ásgeir að fall Baugs komi við Gaum. „Við töpum tugum milljarða á þessu. Ég óttast hins vegar ekki um framtíð Haga. Félagið er vel rekið og mun betur sett en mörg önnur. Pabbi [Jóhannes Jónsson] hefur séð um þennan rekstur hér heima um árabil og mun einbeita sér að því áfram og ég trúi ekki öðru en það muni blómstra í hans höndum sem hingað til," segir Jón Ásgeir. Hann á sjálfur ásamt eiginkonu sinni fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar, undir hvers merkjum Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjan og Vísir.is er, sem hann segir ekki í neinni hættu vegna þrots Baugs. Baugur Group óx gífurlega hratt á fyrstu árum þessarar aldar. Aðspurður um hvort hann sjái eftir einhverju sérstöku á síðustu árum segir Jón Ásgeir að hann telji að margir góðir hlutir hafi verið gerðir. „Við byggðum upp fyrirtæki eins og Iceland, House of Fraser, Hamleys,Booker og Magasin du Nord sem eru í miklu betri málum nú en þegar við keyptum þau. Hins vegar má segja að við höfum verið að vasast í hlutum sem við þekktum kannski ekki nógu vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Þar á ég við aðkomu okkar að fjárfestingafélögum á borð við FL Group og banka á borð við Glitni. Við byggðum upp okkar fyrirtæki í kringum smásöluverslun og hefðum kannski betur haldið okkur þar," segir Jón Ásgeir. Baugur Group greip til þess ráðs að selja allan annan rekstur en verslunarrekstur um mitt ár 2008 en Jón Ásgeir segir að sennilega hafi það verið of seint. „Enginn gat ímyndað sér þetta hrun um mitt síðasta ár þegar eigið fé Baugs var rúmlega 70 milljarðar. Í kjölfar á bankahruni urðu allar eignir íslendinga erlendis fyrir miklu tjóni. Ég er harður á því að í okkar tilfelli hefði verið betra að bíða storminn af sér í vari í nokkur ár og ná verðmætum til baka og meira til. Innan Baugs var einstakt eignarsafn sem glatast nú." Jón Ásgeir hefur verið umdeildur maður á Íslandi og varla nokkur Íslendingur til sem ekki hefur haft skoðun á persónu hans og gjörðum. „Okkar fyrirtæki og persónur, þá kannski aðallega ég og Baugur, hafa verið mjög áberandi á Íslandi á undanförnum árum. Það er sennilega kominn tími til að ég hvíli mig á Íslandi og Ísland hvíli sig á mér. Ég hef tekið af mér nokkur störf erlendis t.d fyrir Iceland Foods og mun vinna að því, " segir Jón Ásgeir um framhaldið.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira