Innlent

Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda

Ekki náðist í stjórnarformann HB Granda, Árna Vilhjálmsson en hann er í Chile og svaraði ekki skilaboðum.
Ekki náðist í stjórnarformann HB Granda, Árna Vilhjálmsson en hann er í Chile og svaraði ekki skilaboðum.
Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu.

Tillagan hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að almennir launamenn afsöluðu sér um 13 þúsund króna launhækkun til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Arðgreiðslan sem stjórnin leggur til að eigendur fái í sinn vasa myndi nægja til þess að greiða öllu fiskverkunarfólki HB Granda þá launahækkun í átta ár.

Ekki náðist í stjórnarformann HB Granda, Árna Vilhjálmsson en hann er í Chile og svaraði ekki skilaboðum. Ólafur Ólafsson stjórnamaður og einn stærsti eigenda HB Granda vildi ekki tjá sig um málið. Kristján Loftsson varaformaður stjórnarinnar skellti á fréttamann þegar hann var spurður út í arðgreiðsluna.


Tengdar fréttir

HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks

Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið.

Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna

Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×