Norska innrásin 16. mars 2009 06:30 Norðmenn hafa stolið senunni þá fimm mánuði sem liðnir eru frá íslenska efnahagshruninu. Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, þykir lítið til norsku innrásarinnar koma. „Ég held að þetta sé norskt samsæri sem minnir mjög á Gamla sáttmála, Stoltenberg er Hákon konungur og Ingibjörg Sólrún Gissur Þorvaldsson. Allt ber þetta að sama brunni, að renna Íslandi inn í ESB en Stoltenberg er mikill Evrópusinni,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins. Guðni hefur sjálfur hrundið norskri innrás þegar hann kom í veg fyrir sem landbúnaðarráðherra að norskar kýr fengju að leggjast uppá þær íslensku í kynbótaskyni. „Þetta er heil vegferð sem hefur verið plönuð síðan í haust og hún er þaulhugsuð atrenna inn í ESB fyrir báða aðila,“ bætir Guðni við. En hverjar skyldu vera þessar norsku stórstjörnur sem stolið hafa senunni þetta tæpa hálfa ár? Fyrstan ber að nefna Björn Richard Johansen, norska hernaðarráðgjafann sem vakti mikla athygli á fyrstu dögum hrunsins. Upphaflega var talið að hann væri hérna fyrst og fremst til að aðstoða Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í stríðinu við erlenda blaðamenn. Seinna kom uppúr kafinu að Johansen ráðlagði gömlu ríkisstjórninni að vinna eftir sérstakri aðgerðaráætlun hernaðarbandalagsins Nato þegar upp koma ámóta krísur og kerfishrun. Næsti Norðmaður kom eins og riddarinn á hvíta hestinum og var víða fagnað. Þetta var Trond Sandven, norski bílasalinn frá Bergen, sem keypti nokkra tugi bíla af lánlausum Íslendingum. Sandven lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu að lúxusbílaeign landsmanna væri fáránleg og margir tóku honum fegins hendi enda hafði fall krónunnar sett myntkörfulánin í fimmta gír. Ekki má gleyma tveimur norskum fréttamönnum sem slógu í gegn. Annars vegar var að það norski sjónvarpsmaðurinn sem gerði Má Másson, upplýsingafulltrúa Glitnis, kjaftstopp og hins vegar Brennepunkt-maðurinn Peter Svaar, hann flaug frá Osló til Flórída og þaðan til Reykjavíkur. Þátturinn vakti það mikla athygli að RÚV sýndi hann textaðan eitt kvöldið. Og þegar norskættaði forsætisráðherrann fór frá völdum í byrjun árs reiknuðu margir með að Norðmannafarsanum væri lokið. Öðru nær. Davíð Oddsson var settur af sem seðlabankastjóri þegar Samfylkingin og Vinstri græn samþykktu nýtt seðlabankafrumvarp. Svein Harald Öygard kom útúr fylgsni sínu á hóteli í miðbæ Reykjavíkur og gekk inní Seðlabankann. Fyrsti gesturinn þar var áðurnefndur Stoltenberg. Og loks þekktist hinn norski saksóknari með franska ríkisfangið, Eva Joly, boð Háskólans í Reykjavík og flutti hálfgert uppistand um fámenni í starfsmannahaldi hins sérlega saksóknara efnahagshrunsins. Henni var að sjálfsögðu boðin ráðgjafastaða hjá ríkisstjórn Íslands og Íslendingar flykktust í bókabúðir og keyptu bókina hennar ef marka má metsölulista Eymundsson. freyrgigja@frettabladid.is Svein Harald Oygard (øygard) nýr seðlabankastjóri Seðlabanki Íslands fundur Arnór Sighvatsson aðstoð Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins Kristján Kristjánsson, Björn Richard, fjölmiðlamenn í forsætisráðuneytinu Trond Sandven/Bílasali/Norðmaður/klippa út Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Norðmenn hafa stolið senunni þá fimm mánuði sem liðnir eru frá íslenska efnahagshruninu. Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, þykir lítið til norsku innrásarinnar koma. „Ég held að þetta sé norskt samsæri sem minnir mjög á Gamla sáttmála, Stoltenberg er Hákon konungur og Ingibjörg Sólrún Gissur Þorvaldsson. Allt ber þetta að sama brunni, að renna Íslandi inn í ESB en Stoltenberg er mikill Evrópusinni,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins. Guðni hefur sjálfur hrundið norskri innrás þegar hann kom í veg fyrir sem landbúnaðarráðherra að norskar kýr fengju að leggjast uppá þær íslensku í kynbótaskyni. „Þetta er heil vegferð sem hefur verið plönuð síðan í haust og hún er þaulhugsuð atrenna inn í ESB fyrir báða aðila,“ bætir Guðni við. En hverjar skyldu vera þessar norsku stórstjörnur sem stolið hafa senunni þetta tæpa hálfa ár? Fyrstan ber að nefna Björn Richard Johansen, norska hernaðarráðgjafann sem vakti mikla athygli á fyrstu dögum hrunsins. Upphaflega var talið að hann væri hérna fyrst og fremst til að aðstoða Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í stríðinu við erlenda blaðamenn. Seinna kom uppúr kafinu að Johansen ráðlagði gömlu ríkisstjórninni að vinna eftir sérstakri aðgerðaráætlun hernaðarbandalagsins Nato þegar upp koma ámóta krísur og kerfishrun. Næsti Norðmaður kom eins og riddarinn á hvíta hestinum og var víða fagnað. Þetta var Trond Sandven, norski bílasalinn frá Bergen, sem keypti nokkra tugi bíla af lánlausum Íslendingum. Sandven lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu að lúxusbílaeign landsmanna væri fáránleg og margir tóku honum fegins hendi enda hafði fall krónunnar sett myntkörfulánin í fimmta gír. Ekki má gleyma tveimur norskum fréttamönnum sem slógu í gegn. Annars vegar var að það norski sjónvarpsmaðurinn sem gerði Má Másson, upplýsingafulltrúa Glitnis, kjaftstopp og hins vegar Brennepunkt-maðurinn Peter Svaar, hann flaug frá Osló til Flórída og þaðan til Reykjavíkur. Þátturinn vakti það mikla athygli að RÚV sýndi hann textaðan eitt kvöldið. Og þegar norskættaði forsætisráðherrann fór frá völdum í byrjun árs reiknuðu margir með að Norðmannafarsanum væri lokið. Öðru nær. Davíð Oddsson var settur af sem seðlabankastjóri þegar Samfylkingin og Vinstri græn samþykktu nýtt seðlabankafrumvarp. Svein Harald Öygard kom útúr fylgsni sínu á hóteli í miðbæ Reykjavíkur og gekk inní Seðlabankann. Fyrsti gesturinn þar var áðurnefndur Stoltenberg. Og loks þekktist hinn norski saksóknari með franska ríkisfangið, Eva Joly, boð Háskólans í Reykjavík og flutti hálfgert uppistand um fámenni í starfsmannahaldi hins sérlega saksóknara efnahagshrunsins. Henni var að sjálfsögðu boðin ráðgjafastaða hjá ríkisstjórn Íslands og Íslendingar flykktust í bókabúðir og keyptu bókina hennar ef marka má metsölulista Eymundsson. freyrgigja@frettabladid.is Svein Harald Oygard (øygard) nýr seðlabankastjóri Seðlabanki Íslands fundur Arnór Sighvatsson aðstoð Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins Kristján Kristjánsson, Björn Richard, fjölmiðlamenn í forsætisráðuneytinu Trond Sandven/Bílasali/Norðmaður/klippa út
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira