Innlent

Nektardansstaðir verði bannaðir með öllu

Í aðgerðaráætlun þeirri sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag og beinist gegn mansali, er gert ráð fyrir því að nektardansstaðir verði bannaðir með öllu.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra kynnti áætlunina á blaðamannafundi sem hófst nú klukkan þrjú en þetta er í fyrsta skipti sem slík áætlun er samþykkt á Íslandi. Áætluninni er ætlað að vinna gegn mansali með margvíslegum hætti.

Á meðal þess sem lagt er til að kaup á vændi verði gerð refsiverð.

Ennfremur á að girða fyrir undanþágumöguleika í lögum um veitinga- og gististaði og skemmtanahald þannig að lögin banni alfarið starfsemi nektarstaða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×