Ekki einfalt mál að gæta að kynjahlutfalli að óbreyttu 17. mars 2009 12:06 Guðbjartur Hanneson Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. Þar eru tvær konur af sjö fulltrúum ráðsins en jafnréttislög gera ráð fyrir því að hlutfall annars hvors kynsins sé að minnsta kosti 40 prósent. Á bloggsíðu sinni segist Silja Bára hafa kvartað við Jafnréttisstofu og á Eyjunni er haft eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu að málið verði tekið til umfjöllunar. „Þegar við vorum að setja jafnréttislögin á sínum tíma gerðum við greinarmun á því hvort verið væri að kjósa inni í þinginu pólitíska fulltrúa eða hvort verið væri að skipa á vegum félaga eða stofnana til verkefna," segir Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og bendir á að í síðara tilfellinu sé ákvæði um að það eigi að tilnefna tvo fulltrúa þannig að sá ráðherra sem skipar endanlega eigi þá kost á því að jafna kynjahlutfallið. Flokkarnir ráða sínum fulltrúum „Í þessu umrædda tilfelli eru flokkarnir að kjósa sjálfir í ráðið. Samfylkingin passaði sig á því að vera með karl og konu og ég man ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipti sínum fulltrúum en hinir flokkarnir eru bara að kjósa einn fulltrúa," segir Guðbjartur. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og það ætti auðvitað að vera jöfn kynjaskipting, en menn hafa ekki þróað neina aðferð til þess að leiðrétta þetta. Það er enginn aðili sem getur skipað í Seðlabankaráð að fengnum tillögum því þetta er kosið beint og þar ber hver flokkur ábyrgð á sínu." Guðbjartur bendir á að svipuð staða hafi komið upp þegar kosið var í bankaráðin. Þar kom til dæmis upp sú staða að hjá Kaupþingi er bankaráðið einungis skipað konum. „Það full ástæða til þess að ræða þessi mál og markmiðið hlýtur að vera það að gæta jafnræðis. En þá þyrfti þetta að vera þannig að flokkur sem væri að skipa fulltrúa þyrfti að tilnefna tvo og síðan væri ráðherra eða einhverjum öðrum aðila heimilt að velja annanhvorn til þess að gæta að kynjahlutfallinu," segir Guðbjartur að lokum. Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. Þar eru tvær konur af sjö fulltrúum ráðsins en jafnréttislög gera ráð fyrir því að hlutfall annars hvors kynsins sé að minnsta kosti 40 prósent. Á bloggsíðu sinni segist Silja Bára hafa kvartað við Jafnréttisstofu og á Eyjunni er haft eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu að málið verði tekið til umfjöllunar. „Þegar við vorum að setja jafnréttislögin á sínum tíma gerðum við greinarmun á því hvort verið væri að kjósa inni í þinginu pólitíska fulltrúa eða hvort verið væri að skipa á vegum félaga eða stofnana til verkefna," segir Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og bendir á að í síðara tilfellinu sé ákvæði um að það eigi að tilnefna tvo fulltrúa þannig að sá ráðherra sem skipar endanlega eigi þá kost á því að jafna kynjahlutfallið. Flokkarnir ráða sínum fulltrúum „Í þessu umrædda tilfelli eru flokkarnir að kjósa sjálfir í ráðið. Samfylkingin passaði sig á því að vera með karl og konu og ég man ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipti sínum fulltrúum en hinir flokkarnir eru bara að kjósa einn fulltrúa," segir Guðbjartur. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og það ætti auðvitað að vera jöfn kynjaskipting, en menn hafa ekki þróað neina aðferð til þess að leiðrétta þetta. Það er enginn aðili sem getur skipað í Seðlabankaráð að fengnum tillögum því þetta er kosið beint og þar ber hver flokkur ábyrgð á sínu." Guðbjartur bendir á að svipuð staða hafi komið upp þegar kosið var í bankaráðin. Þar kom til dæmis upp sú staða að hjá Kaupþingi er bankaráðið einungis skipað konum. „Það full ástæða til þess að ræða þessi mál og markmiðið hlýtur að vera það að gæta jafnræðis. En þá þyrfti þetta að vera þannig að flokkur sem væri að skipa fulltrúa þyrfti að tilnefna tvo og síðan væri ráðherra eða einhverjum öðrum aðila heimilt að velja annanhvorn til þess að gæta að kynjahlutfallinu," segir Guðbjartur að lokum.
Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu