Ekki einfalt mál að gæta að kynjahlutfalli að óbreyttu 17. mars 2009 12:06 Guðbjartur Hanneson Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. Þar eru tvær konur af sjö fulltrúum ráðsins en jafnréttislög gera ráð fyrir því að hlutfall annars hvors kynsins sé að minnsta kosti 40 prósent. Á bloggsíðu sinni segist Silja Bára hafa kvartað við Jafnréttisstofu og á Eyjunni er haft eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu að málið verði tekið til umfjöllunar. „Þegar við vorum að setja jafnréttislögin á sínum tíma gerðum við greinarmun á því hvort verið væri að kjósa inni í þinginu pólitíska fulltrúa eða hvort verið væri að skipa á vegum félaga eða stofnana til verkefna," segir Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og bendir á að í síðara tilfellinu sé ákvæði um að það eigi að tilnefna tvo fulltrúa þannig að sá ráðherra sem skipar endanlega eigi þá kost á því að jafna kynjahlutfallið. Flokkarnir ráða sínum fulltrúum „Í þessu umrædda tilfelli eru flokkarnir að kjósa sjálfir í ráðið. Samfylkingin passaði sig á því að vera með karl og konu og ég man ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipti sínum fulltrúum en hinir flokkarnir eru bara að kjósa einn fulltrúa," segir Guðbjartur. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og það ætti auðvitað að vera jöfn kynjaskipting, en menn hafa ekki þróað neina aðferð til þess að leiðrétta þetta. Það er enginn aðili sem getur skipað í Seðlabankaráð að fengnum tillögum því þetta er kosið beint og þar ber hver flokkur ábyrgð á sínu." Guðbjartur bendir á að svipuð staða hafi komið upp þegar kosið var í bankaráðin. Þar kom til dæmis upp sú staða að hjá Kaupþingi er bankaráðið einungis skipað konum. „Það full ástæða til þess að ræða þessi mál og markmiðið hlýtur að vera það að gæta jafnræðis. En þá þyrfti þetta að vera þannig að flokkur sem væri að skipa fulltrúa þyrfti að tilnefna tvo og síðan væri ráðherra eða einhverjum öðrum aðila heimilt að velja annanhvorn til þess að gæta að kynjahlutfallinu," segir Guðbjartur að lokum. Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. Þar eru tvær konur af sjö fulltrúum ráðsins en jafnréttislög gera ráð fyrir því að hlutfall annars hvors kynsins sé að minnsta kosti 40 prósent. Á bloggsíðu sinni segist Silja Bára hafa kvartað við Jafnréttisstofu og á Eyjunni er haft eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu að málið verði tekið til umfjöllunar. „Þegar við vorum að setja jafnréttislögin á sínum tíma gerðum við greinarmun á því hvort verið væri að kjósa inni í þinginu pólitíska fulltrúa eða hvort verið væri að skipa á vegum félaga eða stofnana til verkefna," segir Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og bendir á að í síðara tilfellinu sé ákvæði um að það eigi að tilnefna tvo fulltrúa þannig að sá ráðherra sem skipar endanlega eigi þá kost á því að jafna kynjahlutfallið. Flokkarnir ráða sínum fulltrúum „Í þessu umrædda tilfelli eru flokkarnir að kjósa sjálfir í ráðið. Samfylkingin passaði sig á því að vera með karl og konu og ég man ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipti sínum fulltrúum en hinir flokkarnir eru bara að kjósa einn fulltrúa," segir Guðbjartur. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og það ætti auðvitað að vera jöfn kynjaskipting, en menn hafa ekki þróað neina aðferð til þess að leiðrétta þetta. Það er enginn aðili sem getur skipað í Seðlabankaráð að fengnum tillögum því þetta er kosið beint og þar ber hver flokkur ábyrgð á sínu." Guðbjartur bendir á að svipuð staða hafi komið upp þegar kosið var í bankaráðin. Þar kom til dæmis upp sú staða að hjá Kaupþingi er bankaráðið einungis skipað konum. „Það full ástæða til þess að ræða þessi mál og markmiðið hlýtur að vera það að gæta jafnræðis. En þá þyrfti þetta að vera þannig að flokkur sem væri að skipa fulltrúa þyrfti að tilnefna tvo og síðan væri ráðherra eða einhverjum öðrum aðila heimilt að velja annanhvorn til þess að gæta að kynjahlutfallinu," segir Guðbjartur að lokum.
Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira