Erlent

Forseti Madagaskar neyddur frá völdum

Marc Ravalomanana
Marc Ravalomanana

Marc Ravalomanana, forseti Madagaskar, lét af völdum í dag. Her landsins lagði undir sig forsetahöllina í gær eftir margra vikna mótmæli stjórnarandstæðinga sem hafa krafist afsagnar forsetans vegna ásakana um spillingu.

Rajoelina, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er sagður taka við völdum. Hann boðar þing- og forsetakosninga innan tveggja ára og stofnun nýs lýðveldis.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×