Innlent

Séra Gunnar Björnsson sýknaður í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands í máli gegn séra Gunnari Björnssyni presti á Selfossi.

Með dómi Héraðsdóms var Gunnar sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur stúlkum. Dómurinn taldi sannað, með framburði ákærða og stúlknanna, að ákærði hefði átt þau samskipti við stúlkurnar sem í ákæru greindi og fólust meðal annars í faðmlögum, strokum og kossum.

Hins vegar var tiltekin háttsemi sem ákært var fyrir og talin falla undir kynferðislega áreitni talin ósönnuð. Það athæfi ákærða sem talið var sannað þótti að mati dómsins hvorki falla undir skilgreiningu almennra hegningarlaga um kynferðislega áreitni né heldur undir ósiðlegt athæfi, særandi eða móðgandi í skilningi barnaverndarlaga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×