Viðskipti innlent

Þarf ekki erlendan bankastjóra fyrir jafn vitlausa ákvörðun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Egilsson er afar óánægður með hversu lítil stýrivaxtalækkunin var.
Vilhjálmur Egilsson er afar óánægður með hversu lítil stýrivaxtalækkunin var.
„Það þarf ekki að setja upp heila peningastefnunefnd til að breyta ekki um stefnu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem er óánægður með þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 1%, niður í 17%. Hann segir það ótrúlegt hvað þetta sé lítil vaxtalækkun.

„Miðað við stöðuna í atvinnulífinu og horfurnar varðandi verðbólguna og eftirspurnina þá er engin ástæða til þess að halda vöxtum svona háum. Það hefði verið eðlilegt að lækka þá niður í að minnsta kosti 10% með hliðsjón af stöðu atvinnulífsins og verðbólguhorfum," segir Vilhjálmur. Hann telur síðan eðlilegt að lækka vexti mjög hratt þannig að það verði, eftir nokkra mánuði ekki mikill munur á vöxtum á Íslandi og á evrusvæðinu. Vilhjálmur segist vera gáttaður á ákvörðun Seðlabankans. Það sé verið að reka flóttann inn á atvinnuleysisskrána.

„Til hvers var verið að breyta um lög um Seðlabankann og fá seðlabankastjóra erlendis frá til þess að taka jafn vitlausa ákvörðun. Ég sé nú ekki að það hafi verið neinn tilgangur í því ," segir Vilhjálmur.




Tengdar fréttir

Blaut tuska framan í heimili og fyrirtæki

„1% stýrivaxtalækkun er blaut tuska framan í heimili og fyrirtæki þessa lands. Nefndin hefði að mínu mati átt að leggja til mun meiri lækkun stýrivaxta," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti í 17%.

Stýrivaxtalækkunin allt of lítil

„Að mínu mati er þessi lækkun allt of lítil. Það eru mikil vonbrigði að þeir skyldu ekki taka stærra skref," segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Samtaka iðnaðarins, um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 1%, niður í 17%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×