Innlent

Önnur kannabisverksmiðja á Kjalarnesi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglan uppgötvaði aðra kannabisverksmiðju á Kjalarnesi í gærkvöldi en í fyrrakvöld fann lögregla aðstöðu þar sem stórfelld framleiðsla fór fram. Í aðstöðunni sem uppgötvaðist í gær voru um eittþúsund plöntur en af þeim eru 700 svokallaðir græðlingar sem lögregla segir benda til að verksmiðjan hafi verið á byrjunarstigi.

Karl á fertugsaldri  var handtekinn í tengslum við málið og er hann nú í yfirheyrslum. Sem stendur segir lögregla ekkert benda til þess að málin tvö á Kjalarnesi tengist þrátt fyrir að vera á sömu slóðum en um er að ræða húsnæði á Melunum ofan við Vesturlandsveg, norðan Leiruvegar og Varmadalsvegar.




Tengdar fréttir

Meintir kannabisræktendur enn í haldi

Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær í Iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi eru enn í haldi lögreglu. Yfirheyslurm er ekki lokið. Lögregla stöðvaði í gærkvöldi umfangsmestu kannabisræktun sögunnar þegar hún lagði hald á 621 kannabisplöntum, tæplega 5 kg af marijúana og svipað magn af kannabislaufum.

Nágrannar grunlausir um risa kannabisræktun

Það fór lítið fyrir umfangsmestu kannabisræktun sögunnar en nágrannar sem Vísir hafði samband við höfðu ekki hugmynd um þá ólöglegu starfsemi sem átti sér stað í húsnæðinu.

Lögregla haldlagði 100 kannabisplöntur til viðbótar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag hald á 100 kannabisplöntur. Talið er að málið tengist þremur öðrum húsleitum sem hafa verið gerðar undanfarna daga, en þá voru um 800 plöntur gerðar upptækar.

Meintir kannabisræktendur lausir úr haldi

Tveir karlar á þrítugsaldri, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld í tengslum við rannsókn á kannabisræktun á Kjalarnesi, eru nú lausir úr haldi lögreglu.

Umfangsmesta kannabisræktun sögunnar stöðvuð á Kjalarnesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu á Kjalarnesi nú í kvöld. Um er að ræða kannabisræktun í Iðnaðarhúsnæði en tveir voru handteknir vegna málsins. Einnig fannst lítilræði af hvítu dufti á svæðinu.

Talin hafa starfað í rúm tvö og hálft ár

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa. Talið er að verksmiðjan hafi verið starfandi í rúm tvö og hálft ár.

Meintir kannabisræktendur lausir úr haldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði mjög umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Skipasundi í gærkvöld, eftir því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×