Innlent

Súlukóngur styrkir Sjálfstæðisflokkinn

Súlukóngurinn styrkir Sjálfstæðisflokkinn.
Súlukóngurinn styrkir Sjálfstæðisflokkinn.

Súlukóngurinn Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger, eins og hann er iðullega kallaður, styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjúhundruð þúsund krónur fyrir alþingiskosningarnar árið 2007. Það er hæsta mögulega upphæðin sem má gefa stjórnmálaflokki.

Ásgeir gaf peninginn í gegnum eignarhaldsfélagið Baltik sem er í hans eigu og eiginkonu.

Undanfarið hafa stjórnmálaöfl sótt hart að rekstri hans í Kópavogi, en hann rekur fatafellustaðinn Goldfinger í Kópavogi. Núverandi ríkisstjórn hyggst banna nektarstaði.

Ásgeir brást illa við fregnunum í Fréttum stöðar 2 í liðinni viku, en þar gagnrýndi hann ríkisstjórnina harðlega fyrir að kippa stoðum undan atvinnulífinu með þessum hætti.

Þá hafa sveitungar Ásgeirs, í Sjálfstæðisfélaginu Týr, einnig gagnrýnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×