Innlent

Fjórhjólamenn handteknir eftir spjöll

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi tvo menn eftir að þeir höfðu spólað upp jarðvegi á friðlýstu svæði við Setberg, rétt sunnan við Sandgerði, og loks spólað hjólin föst. Þannig var ástandið þegar landeigandinn kom að og kallaði á lögreglu. Hún hafði uppi á mönnunum og reyndist annar þeirra auk þess réttindalaus. Þeir eiga yfir höfði sér sektir fyrir að hafa spillt friðlýstu landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×