Lífið

Konur standa í biðröðum eftir vinnu á nektarstöðum

Bandarískar konur standa nú í biðröðum eftir því að fá vinnu sem súludansmeyjar á nektarstöðum. Hugsanlega er erfitt að læra fagið, segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið en það getur verið mikið að hafa upp úr starfinu.

Sem dæmi um aukinn áhuga meðal yngri kvenna í Bandaríkjunum á því að vinna á nektarstöðum er nefnd aðsóknin í störf hjá Rick´s Cabaret sem rekur staði bæði í New York og Miami. Þar koma nú á milli 20 og 30 konur í atvinnuleit á viku hverri.

Og annar nektarstaður sem auglýsti eftir dansara í síðustu viku fékk 80 umsóknir um starfið, fjöldi sem staðurinn átti alls ekki von á.

Margar af þeim konum sem sækja í að verða súludansmeyjar eru hámenntaðar og hafa áður verið í góðum störfum. Störfum sem hafa horfið í fjármálakreppunni.

Og það er enn góðar tekjur að hafa á nektarstöðum í Bandaríkjunum. Að meðaltali getur súludansmey reiknað með að þéna um 20 til 30 milljón kr. á ári í reiðufé á Rick´s Cabaret. Og það sem hún gefur upp sem skattskyldar tekjur af þessari upphæð ræður hún nokkuð sjálf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×