Innlent

Stal skinkubréfi og raksápu

Skinkubréfið var frá Goða en ekki hráskinka eins og hér sést.
Skinkubréfið var frá Goða en ekki hráskinka eins og hér sést.

Karlmaður var í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir þjófnað. Brotin áttu sér stað í maí á síðasta ári. Þá fór maðurinn fyrst inn í bílskúr á Selfossi og stal þaðan þráðlausu Butler 2500c símtóli og tveimur myndavélarafhlöðum.

Síðar sama kvöld fór hann í verslun Samkaupa á Selfossi og stal þaðan einu áleggsbréfi af Goða skinku og Gilette rakvél ásamt raksápu samtals að verðmæti 1.484 krónur.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur í eins mánaðar fangelsi en fresta skal fullunustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skilorð. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×