Innlent

Eva Joly kostar 70 milljónir á ári

Eva Joly
Eva Joly

Áætlaður kostnaður ríkissins vegna starfa Evu Joly sem ráðgjafa hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins er um 70 milljónir á ári. Inni í þeirri tölu er allur kostnaður en hún er með aðstoðarmann á sínum snærum. Sjálf fær Eva átta þúsund evrur í laun á mánuði sem er um 1.300.000 íslenskar krónur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem starf Evu var kynnt.

Það voru þau Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sem sátu fundinn ástam Evu Joly.

Fram kom í máli þeirra að Eva verður hér á landi í fjóra daga í mánuði en ekki er vitað hversu langan tíma rannsóknin á eftir að taka.

Heildarkostnaður við rannsóknina er áætlaður 250-270 milljónir á ári en það getur þó breyst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×