Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists 28. mars 2009 17:05 Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. „Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn sitthvoru megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn, sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis." „Sú lágkúrulega aðgerð sem var gerð til þess að hið pólitíska endaræði yrði ekki eins áberandi er til vitnis um hversu lýðræðisþroski þessa fólks er lítill. Það notaði upplausn til þess að þverbrjóta allar reglur jafnt skráðar sem óskráðar og bitu svo höfuðið af sinni skömm og réðu norskan lausamann úr verkamannaflokknum í starfið," sagði Davíð og bætti við. „Sem ekki nokkur maður hafði heyrt minnst á. Ekki einu sinni Google sem þekkir þó marga." Davíð sagði að í kjölfarið hefði mikið leikrit verið sett á svið og gjörningur sem fjölmiðlar gleyptu eins og kornabörn við pela. „Ekki bara Baugsliðið, heldur allur söfnuðurinn." Davíð sagði að í óðagotinu hefði offorsaliðið brotið stjórnarskránna og einn af stjórnmálafræðingum Samfylkingarinnar sem Háskóli Íslands skaffar fréttamönnum á færibandi hafi sagt að það væri til lítils að hengja sig í formsatriði eins og stjórnarskránna til þess að gera lítið úr þessari snilld. „Útrúasarvíkingarnir sem settu Ísland á hliðina áttu eina sameiginlega ósk og hún var að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Þessa ósk flýtti vinstri stjórnin sér í að uppfylla, væntanlega í þakklætisskyni við víkingana fyrir vel unnin störf í þjóðarþágu." „Og fyrst þetta forgangsmál ríkisstjórnarinnar og útrásarvíkinganna var farsællega í höfn notaði hún síðustu daga til þess að ræða um nektarsýningar á skemmtistöðum. Auðvitað á ég að vera þakklátur fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki sameinað þessi tvö mikilvægu mál sín. Því þá gætu þeir falið mér, þar sem ég er án vinnu, að sjá framvegis um þær nektarsýningar sem fram þurfa að fara á Íslandi." Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. „Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn sitthvoru megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn, sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis." „Sú lágkúrulega aðgerð sem var gerð til þess að hið pólitíska endaræði yrði ekki eins áberandi er til vitnis um hversu lýðræðisþroski þessa fólks er lítill. Það notaði upplausn til þess að þverbrjóta allar reglur jafnt skráðar sem óskráðar og bitu svo höfuðið af sinni skömm og réðu norskan lausamann úr verkamannaflokknum í starfið," sagði Davíð og bætti við. „Sem ekki nokkur maður hafði heyrt minnst á. Ekki einu sinni Google sem þekkir þó marga." Davíð sagði að í kjölfarið hefði mikið leikrit verið sett á svið og gjörningur sem fjölmiðlar gleyptu eins og kornabörn við pela. „Ekki bara Baugsliðið, heldur allur söfnuðurinn." Davíð sagði að í óðagotinu hefði offorsaliðið brotið stjórnarskránna og einn af stjórnmálafræðingum Samfylkingarinnar sem Háskóli Íslands skaffar fréttamönnum á færibandi hafi sagt að það væri til lítils að hengja sig í formsatriði eins og stjórnarskránna til þess að gera lítið úr þessari snilld. „Útrúasarvíkingarnir sem settu Ísland á hliðina áttu eina sameiginlega ósk og hún var að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Þessa ósk flýtti vinstri stjórnin sér í að uppfylla, væntanlega í þakklætisskyni við víkingana fyrir vel unnin störf í þjóðarþágu." „Og fyrst þetta forgangsmál ríkisstjórnarinnar og útrásarvíkinganna var farsællega í höfn notaði hún síðustu daga til þess að ræða um nektarsýningar á skemmtistöðum. Auðvitað á ég að vera þakklátur fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki sameinað þessi tvö mikilvægu mál sín. Því þá gætu þeir falið mér, þar sem ég er án vinnu, að sjá framvegis um þær nektarsýningar sem fram þurfa að fara á Íslandi."
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira