Olían lekur upp úr Drekasvæðinu 31. mars 2009 19:15 Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. Fyrsti olíuborpallurinn gæti verið kominn þangað þegar á næsta ári.Hafi einhver efast um að hægt sé að bora eftir olíu á tvöþúsund metra dýpi á Drekasvæðinu, þá er þetta tækið, borpallurinn Barents sem verður tilbúinn í júní, og er helmingi hærri en Hallgrímskirkjuturn. Geir Sjöberg, forstjóri Aker Drilling, segir borpallinn hannaðan til að bora á allt að þrjúþúsund metra hafsdýpi og borinn komist tíuþúsund metra niður í jarðlögin undir botninum.Um þrjúhundruð starfsmenn munu vinna á pallinum á þrískiptum vöktum þannig að um eitthundrað manns verða um borð hverju sinni tvær vikur í senn. Bornum er stjórnað með stýripinnum og hátæknivædd stjórnstöð sér um að halda borkrónunni kyrri á sama punktinum í ólgandi stórsjó, því þetta er fljótandi borpallur, sérstaklega hannaður fyrir erfiðar aðstæður á norðurslóðum.Geir Sjöberg segir að til að standast kröfur um að mengun berist ekki út í umhverfið, um öryggi starfsmanna og um skilvirkan og hagkvæman rekstur sé svona nútímaborpallur einmitt rétta tækið. Hver bordagur mun kosta um eitthundrað milljónir króna, hver hola um tíu milljarða, og að jafnaði þarf að bora tíu holur áður svar fæst um olíu.Daginn sem slíkt tæki mætir á Drekasvæðið skapast tugir starfa í þjónustumiðstöðvum borpallsins á norðausturhorni Íslands. Terje Hagevang hjá Sagex Petrolium telur þó minnst þrjú ár í það. Hann spáir því að leitarborun hefjist kannski árið 2012.Hafsteinn Ágústsson, olíuverkfræðingur hjá StatoilHydro í Bergen, telur að leitarborun geti hafist fyrr, en það ráðist ekki síst af því hvort borpallar verði á lausu. Hann tekur fram að hann viti ekki hvaða olíufélög taki þátt í leitinni, en þau ráði sjálf yfir pöllum og ef þau telji svæðið eftirsóknarvert geti þau hafið borun á næsta ári.Fréttastofa Stöðvar 2 mun á morgun fjallar nánar um þjónustuna og störfin sem gætu skapast á Íslandi vegna olíuleitar. Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. Fyrsti olíuborpallurinn gæti verið kominn þangað þegar á næsta ári.Hafi einhver efast um að hægt sé að bora eftir olíu á tvöþúsund metra dýpi á Drekasvæðinu, þá er þetta tækið, borpallurinn Barents sem verður tilbúinn í júní, og er helmingi hærri en Hallgrímskirkjuturn. Geir Sjöberg, forstjóri Aker Drilling, segir borpallinn hannaðan til að bora á allt að þrjúþúsund metra hafsdýpi og borinn komist tíuþúsund metra niður í jarðlögin undir botninum.Um þrjúhundruð starfsmenn munu vinna á pallinum á þrískiptum vöktum þannig að um eitthundrað manns verða um borð hverju sinni tvær vikur í senn. Bornum er stjórnað með stýripinnum og hátæknivædd stjórnstöð sér um að halda borkrónunni kyrri á sama punktinum í ólgandi stórsjó, því þetta er fljótandi borpallur, sérstaklega hannaður fyrir erfiðar aðstæður á norðurslóðum.Geir Sjöberg segir að til að standast kröfur um að mengun berist ekki út í umhverfið, um öryggi starfsmanna og um skilvirkan og hagkvæman rekstur sé svona nútímaborpallur einmitt rétta tækið. Hver bordagur mun kosta um eitthundrað milljónir króna, hver hola um tíu milljarða, og að jafnaði þarf að bora tíu holur áður svar fæst um olíu.Daginn sem slíkt tæki mætir á Drekasvæðið skapast tugir starfa í þjónustumiðstöðvum borpallsins á norðausturhorni Íslands. Terje Hagevang hjá Sagex Petrolium telur þó minnst þrjú ár í það. Hann spáir því að leitarborun hefjist kannski árið 2012.Hafsteinn Ágústsson, olíuverkfræðingur hjá StatoilHydro í Bergen, telur að leitarborun geti hafist fyrr, en það ráðist ekki síst af því hvort borpallar verði á lausu. Hann tekur fram að hann viti ekki hvaða olíufélög taki þátt í leitinni, en þau ráði sjálf yfir pöllum og ef þau telji svæðið eftirsóknarvert geti þau hafið borun á næsta ári.Fréttastofa Stöðvar 2 mun á morgun fjallar nánar um þjónustuna og störfin sem gætu skapast á Íslandi vegna olíuleitar.
Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00