Olían lekur upp úr Drekasvæðinu 31. mars 2009 19:15 Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. Fyrsti olíuborpallurinn gæti verið kominn þangað þegar á næsta ári.Hafi einhver efast um að hægt sé að bora eftir olíu á tvöþúsund metra dýpi á Drekasvæðinu, þá er þetta tækið, borpallurinn Barents sem verður tilbúinn í júní, og er helmingi hærri en Hallgrímskirkjuturn. Geir Sjöberg, forstjóri Aker Drilling, segir borpallinn hannaðan til að bora á allt að þrjúþúsund metra hafsdýpi og borinn komist tíuþúsund metra niður í jarðlögin undir botninum.Um þrjúhundruð starfsmenn munu vinna á pallinum á þrískiptum vöktum þannig að um eitthundrað manns verða um borð hverju sinni tvær vikur í senn. Bornum er stjórnað með stýripinnum og hátæknivædd stjórnstöð sér um að halda borkrónunni kyrri á sama punktinum í ólgandi stórsjó, því þetta er fljótandi borpallur, sérstaklega hannaður fyrir erfiðar aðstæður á norðurslóðum.Geir Sjöberg segir að til að standast kröfur um að mengun berist ekki út í umhverfið, um öryggi starfsmanna og um skilvirkan og hagkvæman rekstur sé svona nútímaborpallur einmitt rétta tækið. Hver bordagur mun kosta um eitthundrað milljónir króna, hver hola um tíu milljarða, og að jafnaði þarf að bora tíu holur áður svar fæst um olíu.Daginn sem slíkt tæki mætir á Drekasvæðið skapast tugir starfa í þjónustumiðstöðvum borpallsins á norðausturhorni Íslands. Terje Hagevang hjá Sagex Petrolium telur þó minnst þrjú ár í það. Hann spáir því að leitarborun hefjist kannski árið 2012.Hafsteinn Ágústsson, olíuverkfræðingur hjá StatoilHydro í Bergen, telur að leitarborun geti hafist fyrr, en það ráðist ekki síst af því hvort borpallar verði á lausu. Hann tekur fram að hann viti ekki hvaða olíufélög taki þátt í leitinni, en þau ráði sjálf yfir pöllum og ef þau telji svæðið eftirsóknarvert geti þau hafið borun á næsta ári.Fréttastofa Stöðvar 2 mun á morgun fjallar nánar um þjónustuna og störfin sem gætu skapast á Íslandi vegna olíuleitar. Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. Fyrsti olíuborpallurinn gæti verið kominn þangað þegar á næsta ári.Hafi einhver efast um að hægt sé að bora eftir olíu á tvöþúsund metra dýpi á Drekasvæðinu, þá er þetta tækið, borpallurinn Barents sem verður tilbúinn í júní, og er helmingi hærri en Hallgrímskirkjuturn. Geir Sjöberg, forstjóri Aker Drilling, segir borpallinn hannaðan til að bora á allt að þrjúþúsund metra hafsdýpi og borinn komist tíuþúsund metra niður í jarðlögin undir botninum.Um þrjúhundruð starfsmenn munu vinna á pallinum á þrískiptum vöktum þannig að um eitthundrað manns verða um borð hverju sinni tvær vikur í senn. Bornum er stjórnað með stýripinnum og hátæknivædd stjórnstöð sér um að halda borkrónunni kyrri á sama punktinum í ólgandi stórsjó, því þetta er fljótandi borpallur, sérstaklega hannaður fyrir erfiðar aðstæður á norðurslóðum.Geir Sjöberg segir að til að standast kröfur um að mengun berist ekki út í umhverfið, um öryggi starfsmanna og um skilvirkan og hagkvæman rekstur sé svona nútímaborpallur einmitt rétta tækið. Hver bordagur mun kosta um eitthundrað milljónir króna, hver hola um tíu milljarða, og að jafnaði þarf að bora tíu holur áður svar fæst um olíu.Daginn sem slíkt tæki mætir á Drekasvæðið skapast tugir starfa í þjónustumiðstöðvum borpallsins á norðausturhorni Íslands. Terje Hagevang hjá Sagex Petrolium telur þó minnst þrjú ár í það. Hann spáir því að leitarborun hefjist kannski árið 2012.Hafsteinn Ágústsson, olíuverkfræðingur hjá StatoilHydro í Bergen, telur að leitarborun geti hafist fyrr, en það ráðist ekki síst af því hvort borpallar verði á lausu. Hann tekur fram að hann viti ekki hvaða olíufélög taki þátt í leitinni, en þau ráði sjálf yfir pöllum og ef þau telji svæðið eftirsóknarvert geti þau hafið borun á næsta ári.Fréttastofa Stöðvar 2 mun á morgun fjallar nánar um þjónustuna og störfin sem gætu skapast á Íslandi vegna olíuleitar.
Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00