Viðskipti innlent

Gaumur keypti franskt skíðasetur af Baugi

Skiptastjórar Baugs rannsaka hvort kaup Gaums á fasteignum Gaums hafi verið óðelileg.
Skiptastjórar Baugs rannsaka hvort kaup Gaums á fasteignum Gaums hafi verið óðelileg.

Félagið Gaumur, sem er í eigu Jón Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, keypti fjórar verðmætar fasteignir Baugs Group síðastliðið haust samkvæmt fréttum RÚV.

Verðmæti fasteignanna sem um ræðir eru taldar hlaupa á hundruðum milljóna.

Um er að ræða tvær fasteignir sem voru keyptar í október á síðasta ári, stuttu eftir efnhagshrun Íslands. Þær eignir eru staðsettar í London. Þá er ein eignanna staðsett í Kaupmannahöfn, svo keypti Gaumur einnig skíðasetur í Frakklandi.

Skiptastjórar Baugs kanna nú hvort aðferðin við söluna hafi verið óeðlileg og hvort viðundandi verð hafi verið greitt fyrir eignirnar. Þeim er heimilt að rifta samningum komist þeir að einhverju óeðlilegu varðandi kaupin.

Í viðtali við fréttastofu RÚV sagðist Jón Ásgeir Jóhannesson telja viðkskiptin eðlileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×