Innlent

Belginn skilaði af sér seint í gærkvöldi

Gilles Romain Chaterine Classens
Gilles Romain Chaterine Classens
Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gamall Belgi sem gripinn var í Leifsstöð í síðustu viku er búinn að skila af sér fíkniefnum sem hann hafði innvortis. Efnunum skilaði Belginn af sér seint í gærkvöldi en hann notaði meðal annars laxerolíu til þess að auðvelda sér verkið. Ekki liggur fyrir hversu mikið af efnum maðurinn hafði innvortis, en það mun liggja fyrir seinna í dag.

Ekki er um mikið magn að ræða en Belginn komst í fréttir eftir að hann slapp úr haldi lögreglu um kvöldmatarleytið á fimmtudag. Fara átti með hann í myndatöku á Heilbrigðisstofnun suðurnesja þegar hann náði að losa af sér handjárn og sleppa.

Næstu tólf tímana fór fram nokkuð umfangsmikil leit að manninum sem síðan var handtekinn á Hafnargötu í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×