Innlent

Strætó klessti á almannatengil - Myndir

Ómar R. Valdimarsson, almannatengill, brosti í kampinn þrátt fyrir áreksturinn.
Ómar R. Valdimarsson, almannatengill, brosti í kampinn þrátt fyrir áreksturinn.

„Hann keyrði eins og brjálæðingur alla leið frá Lækjargötu," sagði farþegi í leið númer 3 sem keyrði aftaná bíl almannatengilsins Ómars R. Valdimarssonar á áttunda tímanum í kvöld. Atburðurinn átti sér stað á Miklubraut gegnt ritstjórnarskrifstofu fréttastofunnar.

Strætóbílsstjórinn brást hinn versti við vitnisburði stúlknanna og reyndi að reka þær út úr bílnum áður en lögreglan kom á svæðið.

Blaðamaður ræðir við Ómar R. Valdimarsson. Strætóbílstjórinn horfir mæðulega í myndavélina.

„Drullið ykkur út," sagði strætóbílsstjórinn við stúlkurnar sem útskýrðu atburðarrásina fyrir blaðamanni. Þrátt fyrir ókvæðisorð vagnsstjórans héldu stúlkurnar áfram með frásögn sína; þær sögðu bílsstjórann hafa keyrt glannalega og farþegar henst til og frá í vagninum.

Saga stúlknanna kom heim og saman við frásögn Ómars R. Valdimarssonar sem horfði á bíl sinn skemmdan eftir aftanákeyrslu vagnsstjórans á leið 3. Ómar útskýrði fyrir blaðamanni að hann hefði beygt inn á Miklubrautina, vagninn hefði verið í hæfilegri fjarlægð en skyndilega hafi gulur vagninn fyllt baksýnisspegilinn.

„Svo gaf hann bara í," sagði Ómar og bíll hans bar aðgerðum vagnsstjórans vitni.

Lögreglan tók skýrslur af farþegum sem húktu niðurlútir í vagninum á Miklubrautinni.

Aðspurður sagðist Ómar ekki kenna sér mikils meins eftir áreksturinn þrátt fyrir augljósan mun á stærð bifreiðanna.

Golf gegn Strætó; ójafn leikur.

Lögreglan tók skýrslur af farþegum sem húktu niðurlútir í vagninum á Miklubrautinni.

Aðspurður sagðist Ómar ekki kenna sér mikils meins eftir áreksturinn þrátt fyrir augljósan mun á stærð bifreiðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×