Eva Joly fullkomlega vanhæf 15. apríl 2009 11:10 Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður. Eva Joly er fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara. Þetta segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, vekur máls á rannsókn bankahrunsins í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að í kjölfar bankahrunsins virðist sem flestum þyki eðlilegt að lýsa því yfir opinberlega að stjórnendur fjármálafyrirtækja og svokallaðir auðmenn séu glæpamenn. Þá sé þess krafist að þeir verði lokaðir inni og eignir þeirra frystar. Brynjar segir að þegar hlustað sé á slíkan málflutning og þegar þeir sem fari með rannsókn og saksókn taki undir hann sé ástæða til að óttast um örlög réttarríkis. Í greininni fjallar Brynjar sérstaklega um Evu Joly, rannsóknardómarann frá Frakklandi, sem ráðin hefur verið til embættis sérstaks saksóknara. Hann segir ekkert athugavert við að leita aðstoðar erlends sérfræðings við úrlausn mála en hins vegar sé óvenjulegt að útlendir sérfræðingar séu starfsmenn embætta, sem fara með rannsókn sakamála. Brynjar segir yfirlýsingar Evu Joly á opinberum vettvangi um að íslenskir fjármálamenn hafi skotið undan fé og að yfirgnæfandi líkur séu á því að stjórnendur bankanna hafi brotið lög veki furðu. Með yfirlýsingum af þessu tagi sé brotið gegn hlutlægnisreglu rannsakanda og ákæruvalds. Brynjar segir að það sé einsdæmi í réttarsögu Íslands að aðilar sem lýst hafi yfir sekt þeirra sem rannsaka skal komi að rannsókn sakamála. Vegna þessa sé Eva Joly fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókninni. Ráðningin geti hugsanlega valdið því að rannsóknin og möguleg saksókn ónýtist, í ljósi þess að sakborningar hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Eva Joly er fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara. Þetta segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, vekur máls á rannsókn bankahrunsins í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að í kjölfar bankahrunsins virðist sem flestum þyki eðlilegt að lýsa því yfir opinberlega að stjórnendur fjármálafyrirtækja og svokallaðir auðmenn séu glæpamenn. Þá sé þess krafist að þeir verði lokaðir inni og eignir þeirra frystar. Brynjar segir að þegar hlustað sé á slíkan málflutning og þegar þeir sem fari með rannsókn og saksókn taki undir hann sé ástæða til að óttast um örlög réttarríkis. Í greininni fjallar Brynjar sérstaklega um Evu Joly, rannsóknardómarann frá Frakklandi, sem ráðin hefur verið til embættis sérstaks saksóknara. Hann segir ekkert athugavert við að leita aðstoðar erlends sérfræðings við úrlausn mála en hins vegar sé óvenjulegt að útlendir sérfræðingar séu starfsmenn embætta, sem fara með rannsókn sakamála. Brynjar segir yfirlýsingar Evu Joly á opinberum vettvangi um að íslenskir fjármálamenn hafi skotið undan fé og að yfirgnæfandi líkur séu á því að stjórnendur bankanna hafi brotið lög veki furðu. Með yfirlýsingum af þessu tagi sé brotið gegn hlutlægnisreglu rannsakanda og ákæruvalds. Brynjar segir að það sé einsdæmi í réttarsögu Íslands að aðilar sem lýst hafi yfir sekt þeirra sem rannsaka skal komi að rannsókn sakamála. Vegna þessa sé Eva Joly fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókninni. Ráðningin geti hugsanlega valdið því að rannsóknin og möguleg saksókn ónýtist, í ljósi þess að sakborningar hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent