Hústökumaður: Neysluréttur ofar eignarétti Valur Grettisson skrifar 15. apríl 2009 15:30 Gríðarlegur reykur kom út úr húsinu eftir að lögreglan kastaði táragasi upp á aðra hæð hússins. „Þeir eru komnir með nýjan piparúða," segir stjórnleysinginn Arnar Birgisson sem var einn af 22 hústökumönnum sem voru handteknir við Vatnsstíg í morgun. Hann lýsir ótrúlegri baráttu við lögregluna þar sem stjórnleysingjarnir víggirtu sig á efri hæð hússins við Vatnsstíg. Aðeins viku áður höfðu þau þrifið húsið og opnað byltingamiðstöð ungs fólks. Það var klukkan fjögur í morgun sem Arnar var vakin og stjórnleysingjarnir byrjuðu að undirbúa sig fyrir árás lögreglunnar. Þau höfðu búist við því að takast á við lögreglumenn daginn áður, en boð höfðu verið gefinn út að ef stjórnleysingjarnir yfirgæfu ekki húsið klukkan fjögur síðdegis í gær, þá yrðu þau flutt þaðan með valdi. Bjuggu sig undir lokaorrustu Fjöldi manns mætti í gær og sýndi þeim stuðning. Lögreglan lét þó ekki sjá sig. Að sögn Arnars bjuggust þeir við því að lögreglan myndi láta til skara skríða um nóttina. Þess vegna skiptust þeir á að standa vakt fyrir utan húsið, auk þess sem þau undirbjuggu efri hæðina; þar sem þau ætluðu að heyja lokaorrustuna. „Þeir komust ekki inn að framan þannig þeir ruddu sér leið inn að aftan. Við fórum þá upp á aðra hæð," lýsir Arnar þegar 30-40 manna lögreglulið kom á vettvang til þess að handsama stjórnleysingjana um áttaleytið í morgun. Þau hlupu upp á efri hæð og hentu öllu lauslegu niður þröngan stigann. „Það var það mikið af drasli að þeir komust ekki í gegn," segir Arnar en meðal þess sem þau hentu niður var vaskur, sófasett og tvíbreið dýna. Lögreglan lét þó ekki deigan síga heldur komu þeir vopnaðir vélsög og byrjuðu að saga í veggina og loftið. „Þeir byrjuðu að saga meðfram veggjunum," lýsir Arnar en um stund voru þau ekki viss hvort það átti að saga alla hæðina niður til þess að það væri unnt að handsama þau. Eftir stutta stund var komið gat í gólfið og stjórnleysingjarnir sáu lögreglumennina. Með sítrónu í klútnum „Þeir hentu þá úðanum upp og þá myndaðist mikill reykur," segir Arnar sem áður hefur fengið táragas í augun. Hann sagði þetta vopn eitthvað annað og meira. Sjálfur var hann með klút fyrir vitunum, sítrónu inn í klútnum til þess að draga úr áhrifum eitursins, að auki var hann með sundgleraugu. „Það skipti samt engu máli, ég var strax byrjaður að hósta og var alveg orðinn ónýtur á örskammri stundu," segir Arnar. Lögreglan braut í kjölfarið glugga á neðri hæðinni, sennilega til þess að lofta út. Það sama gerðu stjórnleysingjarnir á efri hæðinni. Þegar reykurinn minnkaði og ástand stjórnleysingjanna batnaði þá sáu þeir að lögreglan var búinn að vígbúast og hélt á kylfum. „Þá tókum við þá ákvörðun að hrópa allt út, allt sem þeir gerðu og hvernig þeir báru sig að," segir Arnar og bætir við að það hafi virkað. Þá hafi lögreglumennirnir slíðrað kylfurnar. Eins og hermaurar Það var svo klukkan tíu sem lögreglan fann greiða leið í gegnum draslið og þeir klifruðu upp á efri hæðina. „Þeir voru eiginlega eins og litlir hermaurar þegar tróðu sér í gegnum fullt af drasli," segir Arnar en þegar lögreglan var kominn upp þá lögðust þau í gólfið og gáfust upp. Í kjölfarið voru þau færð niður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekinn af þeim. Þar var þeim tilkynnt að þau yrðu ákærð fyrir húsbrot. Aðspurður hvað taki nú við, hvort þeir snúi aftur, svarar Arnar: „Nei, þeir eyðilögðu húsið í leiðinni. Við viljum bara hvetja fólk til þess að taka þessi tómu hús og nýta sér þau. Í dag skiptir eignarétturinn minna máli en neyslurétturinn." Sjálfur sagðist Arnar ekki vita til þess að einhver stjórnleysinginn hefði slasast mikið en benti á að einhverjir væru enn í haldi, þess vegna væri hann ekki viss um ástand allra. Samkvæmt varðstjóra lögreglunnar slösuðust tveir lögreglumenn þegar kastað var í þá steinum. Tengdar fréttir Lögregla braust upp á efstu hæð - fimmtán handteknir Lögreglumenn hafa brotist upp á efstu hæð hússins við Vatnsstíg þar sem hústökufólk hafði komið sér fyrir. Fólkið segir húsið hafa verið mannlaust og því geti það allt eins notað það sem félagsmiðstöð. Lögregla hóf í morgun aðgerðir til þess að reka fólkið út á grundvelli kæru frá eiganda hússins. Fimmtán hafa verið handteknir. 15. apríl 2009 09:50 Hústökumennirnir fá eigur sínar til baka Hústökumenn fengu að taka persónulegar eigur sínar úr húsinu við Vatnsstíg en iðnaðarmenn eru þar að störfum. Þeir eru að loka húsinu til þess að ekki verði farið aftur inn í það. 15. apríl 2009 14:29 Meina lögreglu útgöngu Hópur fólks sem fylgist með aðgerðum lögreglu hefur virst meina lögreglu útgöngu þegar hún hugðist aka burtu með hústökufólk sem hún hafði handtekið. 15. apríl 2009 10:03 Peningadrusluaumingjar! - við komum aftur! „Peningadrusluaumingjar! Þið getið bara hætt og farið. Við komum bara aftur og aftur.“. Þetta sagði einn hústökumanna við Vatnsstíg nú fyrir stundu þar sem lögreglan er við það að brjóta sér leið inn í húsið. „Við komum hingað til að gefa húsinu líf og svona komið þið fram við okkur,“ kallaði annar hústökumaður út um glugga á efri hæð hússins. 15. apríl 2009 09:37 Tveir lögreglumenn slösuðust á Vatnsstíg Tveir lögreglumenn slösuðust minniháttar þegar lögreglan réðst til atlögu við hústökufólkið í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá varðstjóra liggur ekki fyrir hvernig meiðsl þeirra komu til, hvort það hafi verið vegna átaka þegar hústökufólkið var handtekið eða hvort það hafi verið þegar lögreglan var að vinna að því að komast inn í húsið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur þó fyrir að einhverjir mótmælendurnir grýttu grjóti í lögreglumenn á meðan að aðgerðir þeirra stóðu yfir. 15. apríl 2009 14:54 Blaðamanni meinaður aðgangur að svæðinu Haukur Már Helgason ritstjóri dagblaðsins Nei var meinuð aðganga að svæðinu við Vatnsstíg þar sem hann er ekki með blaðamannaskirteini útgefið af Blaðamannafélagi Íslands. 15. apríl 2009 10:06 Rónarnir skárri en stjórnleysingjarnir- MYNDIR „Það er enginn frjáls!" öskraði einn mótmælandanna út um gluggann á annarri hæð á Vatnsstíg í morgun. Á sama tíma mátti sjá sérsveitarmenn á hæðinni fyrir neðan vopnaðir skjöldum. Mótmælendur voru búnir að stífla þröngan stiga upp á aðra hæð, það var svo illmögulegt að komast upp að lögreglan notaðist við vélsagir og kúbein. 15. apríl 2009 11:39 Alls 22 handteknir á Vatnsstíg Sextán mótmælendur voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Vatnsstíg í morgun og hafa þá alls 22 verið teknir. 15. apríl 2009 11:01 Húsið við Vatnsstíg rýmt - tugir lögreglumanna í aðgerðinni Lögregla hefur látið til skarar skríða gegn hústökumönnum við Vatnsstíg og eru tugir lögreglumanna á staðnum. Að sögn varðstjóra er búið að handtaka nokkra einstaklinga en hústökufólkið hefur vígbúist í húsinu og hyggst ekki hverfa á braut átakalaust. 15. apríl 2009 08:10 Á þriðja tug mótmælir fyrir framan lögreglustöðina Mótmælendur komu saman til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna um hálftvöleytið í dag. Ástæðan fyrir mótmælunum er handtaka hússtökufólksins á Vatnsstíg fyrr í dag. Alls voru 22 handteknir í aðgerðum lögreglunnar sem voru umfangsmiklar. Lögreglan beitti þar vélsög og kúbein til þess að brjóta sér leið upp á aðra hæð hússins við Vatnsstíg. Að sögn lögreglunnar eru á milli 20 - 30 manns fyrir framan lögreglustöðina og fara mótmælin þar friðsamlega fram. 15. apríl 2009 13:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Þeir eru komnir með nýjan piparúða," segir stjórnleysinginn Arnar Birgisson sem var einn af 22 hústökumönnum sem voru handteknir við Vatnsstíg í morgun. Hann lýsir ótrúlegri baráttu við lögregluna þar sem stjórnleysingjarnir víggirtu sig á efri hæð hússins við Vatnsstíg. Aðeins viku áður höfðu þau þrifið húsið og opnað byltingamiðstöð ungs fólks. Það var klukkan fjögur í morgun sem Arnar var vakin og stjórnleysingjarnir byrjuðu að undirbúa sig fyrir árás lögreglunnar. Þau höfðu búist við því að takast á við lögreglumenn daginn áður, en boð höfðu verið gefinn út að ef stjórnleysingjarnir yfirgæfu ekki húsið klukkan fjögur síðdegis í gær, þá yrðu þau flutt þaðan með valdi. Bjuggu sig undir lokaorrustu Fjöldi manns mætti í gær og sýndi þeim stuðning. Lögreglan lét þó ekki sjá sig. Að sögn Arnars bjuggust þeir við því að lögreglan myndi láta til skara skríða um nóttina. Þess vegna skiptust þeir á að standa vakt fyrir utan húsið, auk þess sem þau undirbjuggu efri hæðina; þar sem þau ætluðu að heyja lokaorrustuna. „Þeir komust ekki inn að framan þannig þeir ruddu sér leið inn að aftan. Við fórum þá upp á aðra hæð," lýsir Arnar þegar 30-40 manna lögreglulið kom á vettvang til þess að handsama stjórnleysingjana um áttaleytið í morgun. Þau hlupu upp á efri hæð og hentu öllu lauslegu niður þröngan stigann. „Það var það mikið af drasli að þeir komust ekki í gegn," segir Arnar en meðal þess sem þau hentu niður var vaskur, sófasett og tvíbreið dýna. Lögreglan lét þó ekki deigan síga heldur komu þeir vopnaðir vélsög og byrjuðu að saga í veggina og loftið. „Þeir byrjuðu að saga meðfram veggjunum," lýsir Arnar en um stund voru þau ekki viss hvort það átti að saga alla hæðina niður til þess að það væri unnt að handsama þau. Eftir stutta stund var komið gat í gólfið og stjórnleysingjarnir sáu lögreglumennina. Með sítrónu í klútnum „Þeir hentu þá úðanum upp og þá myndaðist mikill reykur," segir Arnar sem áður hefur fengið táragas í augun. Hann sagði þetta vopn eitthvað annað og meira. Sjálfur var hann með klút fyrir vitunum, sítrónu inn í klútnum til þess að draga úr áhrifum eitursins, að auki var hann með sundgleraugu. „Það skipti samt engu máli, ég var strax byrjaður að hósta og var alveg orðinn ónýtur á örskammri stundu," segir Arnar. Lögreglan braut í kjölfarið glugga á neðri hæðinni, sennilega til þess að lofta út. Það sama gerðu stjórnleysingjarnir á efri hæðinni. Þegar reykurinn minnkaði og ástand stjórnleysingjanna batnaði þá sáu þeir að lögreglan var búinn að vígbúast og hélt á kylfum. „Þá tókum við þá ákvörðun að hrópa allt út, allt sem þeir gerðu og hvernig þeir báru sig að," segir Arnar og bætir við að það hafi virkað. Þá hafi lögreglumennirnir slíðrað kylfurnar. Eins og hermaurar Það var svo klukkan tíu sem lögreglan fann greiða leið í gegnum draslið og þeir klifruðu upp á efri hæðina. „Þeir voru eiginlega eins og litlir hermaurar þegar tróðu sér í gegnum fullt af drasli," segir Arnar en þegar lögreglan var kominn upp þá lögðust þau í gólfið og gáfust upp. Í kjölfarið voru þau færð niður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekinn af þeim. Þar var þeim tilkynnt að þau yrðu ákærð fyrir húsbrot. Aðspurður hvað taki nú við, hvort þeir snúi aftur, svarar Arnar: „Nei, þeir eyðilögðu húsið í leiðinni. Við viljum bara hvetja fólk til þess að taka þessi tómu hús og nýta sér þau. Í dag skiptir eignarétturinn minna máli en neyslurétturinn." Sjálfur sagðist Arnar ekki vita til þess að einhver stjórnleysinginn hefði slasast mikið en benti á að einhverjir væru enn í haldi, þess vegna væri hann ekki viss um ástand allra. Samkvæmt varðstjóra lögreglunnar slösuðust tveir lögreglumenn þegar kastað var í þá steinum.
Tengdar fréttir Lögregla braust upp á efstu hæð - fimmtán handteknir Lögreglumenn hafa brotist upp á efstu hæð hússins við Vatnsstíg þar sem hústökufólk hafði komið sér fyrir. Fólkið segir húsið hafa verið mannlaust og því geti það allt eins notað það sem félagsmiðstöð. Lögregla hóf í morgun aðgerðir til þess að reka fólkið út á grundvelli kæru frá eiganda hússins. Fimmtán hafa verið handteknir. 15. apríl 2009 09:50 Hústökumennirnir fá eigur sínar til baka Hústökumenn fengu að taka persónulegar eigur sínar úr húsinu við Vatnsstíg en iðnaðarmenn eru þar að störfum. Þeir eru að loka húsinu til þess að ekki verði farið aftur inn í það. 15. apríl 2009 14:29 Meina lögreglu útgöngu Hópur fólks sem fylgist með aðgerðum lögreglu hefur virst meina lögreglu útgöngu þegar hún hugðist aka burtu með hústökufólk sem hún hafði handtekið. 15. apríl 2009 10:03 Peningadrusluaumingjar! - við komum aftur! „Peningadrusluaumingjar! Þið getið bara hætt og farið. Við komum bara aftur og aftur.“. Þetta sagði einn hústökumanna við Vatnsstíg nú fyrir stundu þar sem lögreglan er við það að brjóta sér leið inn í húsið. „Við komum hingað til að gefa húsinu líf og svona komið þið fram við okkur,“ kallaði annar hústökumaður út um glugga á efri hæð hússins. 15. apríl 2009 09:37 Tveir lögreglumenn slösuðust á Vatnsstíg Tveir lögreglumenn slösuðust minniháttar þegar lögreglan réðst til atlögu við hústökufólkið í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá varðstjóra liggur ekki fyrir hvernig meiðsl þeirra komu til, hvort það hafi verið vegna átaka þegar hústökufólkið var handtekið eða hvort það hafi verið þegar lögreglan var að vinna að því að komast inn í húsið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur þó fyrir að einhverjir mótmælendurnir grýttu grjóti í lögreglumenn á meðan að aðgerðir þeirra stóðu yfir. 15. apríl 2009 14:54 Blaðamanni meinaður aðgangur að svæðinu Haukur Már Helgason ritstjóri dagblaðsins Nei var meinuð aðganga að svæðinu við Vatnsstíg þar sem hann er ekki með blaðamannaskirteini útgefið af Blaðamannafélagi Íslands. 15. apríl 2009 10:06 Rónarnir skárri en stjórnleysingjarnir- MYNDIR „Það er enginn frjáls!" öskraði einn mótmælandanna út um gluggann á annarri hæð á Vatnsstíg í morgun. Á sama tíma mátti sjá sérsveitarmenn á hæðinni fyrir neðan vopnaðir skjöldum. Mótmælendur voru búnir að stífla þröngan stiga upp á aðra hæð, það var svo illmögulegt að komast upp að lögreglan notaðist við vélsagir og kúbein. 15. apríl 2009 11:39 Alls 22 handteknir á Vatnsstíg Sextán mótmælendur voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Vatnsstíg í morgun og hafa þá alls 22 verið teknir. 15. apríl 2009 11:01 Húsið við Vatnsstíg rýmt - tugir lögreglumanna í aðgerðinni Lögregla hefur látið til skarar skríða gegn hústökumönnum við Vatnsstíg og eru tugir lögreglumanna á staðnum. Að sögn varðstjóra er búið að handtaka nokkra einstaklinga en hústökufólkið hefur vígbúist í húsinu og hyggst ekki hverfa á braut átakalaust. 15. apríl 2009 08:10 Á þriðja tug mótmælir fyrir framan lögreglustöðina Mótmælendur komu saman til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna um hálftvöleytið í dag. Ástæðan fyrir mótmælunum er handtaka hússtökufólksins á Vatnsstíg fyrr í dag. Alls voru 22 handteknir í aðgerðum lögreglunnar sem voru umfangsmiklar. Lögreglan beitti þar vélsög og kúbein til þess að brjóta sér leið upp á aðra hæð hússins við Vatnsstíg. Að sögn lögreglunnar eru á milli 20 - 30 manns fyrir framan lögreglustöðina og fara mótmælin þar friðsamlega fram. 15. apríl 2009 13:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Lögregla braust upp á efstu hæð - fimmtán handteknir Lögreglumenn hafa brotist upp á efstu hæð hússins við Vatnsstíg þar sem hústökufólk hafði komið sér fyrir. Fólkið segir húsið hafa verið mannlaust og því geti það allt eins notað það sem félagsmiðstöð. Lögregla hóf í morgun aðgerðir til þess að reka fólkið út á grundvelli kæru frá eiganda hússins. Fimmtán hafa verið handteknir. 15. apríl 2009 09:50
Hústökumennirnir fá eigur sínar til baka Hústökumenn fengu að taka persónulegar eigur sínar úr húsinu við Vatnsstíg en iðnaðarmenn eru þar að störfum. Þeir eru að loka húsinu til þess að ekki verði farið aftur inn í það. 15. apríl 2009 14:29
Meina lögreglu útgöngu Hópur fólks sem fylgist með aðgerðum lögreglu hefur virst meina lögreglu útgöngu þegar hún hugðist aka burtu með hústökufólk sem hún hafði handtekið. 15. apríl 2009 10:03
Peningadrusluaumingjar! - við komum aftur! „Peningadrusluaumingjar! Þið getið bara hætt og farið. Við komum bara aftur og aftur.“. Þetta sagði einn hústökumanna við Vatnsstíg nú fyrir stundu þar sem lögreglan er við það að brjóta sér leið inn í húsið. „Við komum hingað til að gefa húsinu líf og svona komið þið fram við okkur,“ kallaði annar hústökumaður út um glugga á efri hæð hússins. 15. apríl 2009 09:37
Tveir lögreglumenn slösuðust á Vatnsstíg Tveir lögreglumenn slösuðust minniháttar þegar lögreglan réðst til atlögu við hústökufólkið í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá varðstjóra liggur ekki fyrir hvernig meiðsl þeirra komu til, hvort það hafi verið vegna átaka þegar hústökufólkið var handtekið eða hvort það hafi verið þegar lögreglan var að vinna að því að komast inn í húsið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur þó fyrir að einhverjir mótmælendurnir grýttu grjóti í lögreglumenn á meðan að aðgerðir þeirra stóðu yfir. 15. apríl 2009 14:54
Blaðamanni meinaður aðgangur að svæðinu Haukur Már Helgason ritstjóri dagblaðsins Nei var meinuð aðganga að svæðinu við Vatnsstíg þar sem hann er ekki með blaðamannaskirteini útgefið af Blaðamannafélagi Íslands. 15. apríl 2009 10:06
Rónarnir skárri en stjórnleysingjarnir- MYNDIR „Það er enginn frjáls!" öskraði einn mótmælandanna út um gluggann á annarri hæð á Vatnsstíg í morgun. Á sama tíma mátti sjá sérsveitarmenn á hæðinni fyrir neðan vopnaðir skjöldum. Mótmælendur voru búnir að stífla þröngan stiga upp á aðra hæð, það var svo illmögulegt að komast upp að lögreglan notaðist við vélsagir og kúbein. 15. apríl 2009 11:39
Alls 22 handteknir á Vatnsstíg Sextán mótmælendur voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Vatnsstíg í morgun og hafa þá alls 22 verið teknir. 15. apríl 2009 11:01
Húsið við Vatnsstíg rýmt - tugir lögreglumanna í aðgerðinni Lögregla hefur látið til skarar skríða gegn hústökumönnum við Vatnsstíg og eru tugir lögreglumanna á staðnum. Að sögn varðstjóra er búið að handtaka nokkra einstaklinga en hústökufólkið hefur vígbúist í húsinu og hyggst ekki hverfa á braut átakalaust. 15. apríl 2009 08:10
Á þriðja tug mótmælir fyrir framan lögreglustöðina Mótmælendur komu saman til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna um hálftvöleytið í dag. Ástæðan fyrir mótmælunum er handtaka hússtökufólksins á Vatnsstíg fyrr í dag. Alls voru 22 handteknir í aðgerðum lögreglunnar sem voru umfangsmiklar. Lögreglan beitti þar vélsög og kúbein til þess að brjóta sér leið upp á aðra hæð hússins við Vatnsstíg. Að sögn lögreglunnar eru á milli 20 - 30 manns fyrir framan lögreglustöðina og fara mótmælin þar friðsamlega fram. 15. apríl 2009 13:55