Innlent

Ekki einu sinni búið að slá tjaldborg um heimilin í landinu

„Það er ekki búið að slá skjaldborg um stöðu heimilanna í landinu. Það er ekki einu sinni búið að slá tjaldborg," sagði Björn Þorri Viktorsson, lögfræðingur og fasteignasali, í samtali við fréttastofu í gær.

Björn Þorri sagði að þau úrræði sem ríkisstjórninni byði upp á til bjargar heimilunum væru úrræði fyrir þá sem ekekrt blasir við annað en gjaldbrot. Hann segir að það sé eins og verið sé að lofa fólki gulrót en fyrst þurfi að ganga hringinn í kringum Ísland. Björn Þorri sagði að hið eina sem gæti með raunhæfum hætti komið efnahagshjólinu á stað aftur væri sanngjörn niðurfærsla og leiðrétting á skuldum fólks í landinu. Allt annað muni leða til eignahruns.

Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar benti hins vegar á að það hefðu ekki allir misst getuna til að greiða. All flestir hafi ráð á því að borga sínar skuldir. „Aðgerðir þurfa að miða að því að auðvelda þeim sem raunverulega eiga í vandræðum með að greiða að greiða," sagði Árni Páll. Hann sagði að í flestum tilfellum borgi það sig fyrir fólk að halda áfram að greiða af skuldum sínum því það þyrfti að greiða það sama í leigu annarsstaðar.

Árni Páll segir að það sé ekki til peningur í ríkissjóði til að létta öllum byrðarnar. Það þurfi að komast í gegnum þetta með eins litlum tilkostnaði fyrir sameiginlega sjóði og hægt sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×