Innlent

Aukin fátækt á Íslandi

Höskuldur Kári Schram skrifar

Þrefalt fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar eftir aðstoð á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Ungu fólki fjölgar mest og eru dæmi um að fólk sé of fáttækt til að geta greitt fyrir læknisþjónustu og lyf.

Að meðaltali leituðu um 150 manns til Hjálparstarfs kirkjunnar í hverjum mánuði á fyrri hluta síðasta árs.

Eftir bankahrunið hefur hópurinn farið stækkandi og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa um 1.300 fengið aðstoð eða rúmlega fjögur hundruð manns að meðaltali í mánuði. Þetta er þreföldun frá fyrra ári.

„Frá áramótum, frá janúar hefur verið gífurleg aukning. Við finnum það í hverri viku þá er aukning," segir Vilbirg Oddsdóttir ráðgjafi. Spurð hvort hópurinn sem til þeirra leiti hafi eitthvað breyst svarar hún:

„já hann hefur breyst. Og er að breytast. Fyrsti hópurinn sem var að koma og er nýr var atvinnuleysir iðnaðarmenn, verkamenn innan byggingariðnaðarins, þeir voru þeir fyrstu. en nú er þetta úr öllum geirum má segja."

Ungu fólki fjölgar mest og þá sérstaklega fólki á þrítugsaldri.

„Það er greinilegt að fólk er búið eða er að klára allan varaforða sem það átti og hefur ekki aðgang að neinu fé. Þannig að við horfum fram á það að það verði aukning," segir Vilborg áhyggjufull af stöðu mála.

Hættan á viðvarandi fátækt hefur því aukist hjá stórum hópi landsmanna.

„Það er það sem kannski nýi hópurinn fetar sig inn á að reyna fara út í búð og kaupa mat en leita aðstoðar vegna lækniskostnaðar," segir Vilborg og bætir við: „Fólk hefur ekki efni á því að fara til læknis og sérstaklega ekki það sem þarf að leita aðgerða fyrir utan sjúkarhús, þá hefur fólk ekki efni á því."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×