Stórfyrirtæki styrktu frambjóðendur um milljónir króna 21. apríl 2009 18:30 Stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group styrktu frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna árið 2006 um milljónir króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einstakir frambjóðendur þáðu allt að tvær milljónir í styrk. Helmingur þingmanna hefur ekki vilja gefa upplýsingar um fjármögnun prófkjörsbaráttunnar fyrir síðustu þingkosningar. Þegar allt lék í lyndi árið 2006 segja heimildamenn fréttastofu að bankar og fjármálafyrirtæki hafi verið mjög viljug að leggja stjórnmálaflokkum og einstaka stjórnmálamönnum lið. Það ár styrktu stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna um milljónir samkvæmt heimildum fréttastofu, en lög voru sett um hámark framlaga í ársbyrjun 2007. Hermt er að hæstu styrkir frá þessum félögum, sem runnu til einstakra prófkjörsþátttakenda, hafi numið tveimur milljónum króna. Sums staðar var stillt upp á lista og lögðu þeir frambjóðendur ýmist ekkert eða sáralítið út fyrir kostnaði. Þeir sem háðu prófkjörsbaráttu eyddu hins vegar allt frá nokkrum tugum þúsunda, upp í átta milljónir í slaginn, samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan hefur aflað sér hjá þingmönnum. Aðeins tæpur helmingur þeirra fékkst til að upplýsa fréttastofu um kostnað vegna prófkjara, þegar eftir því var leitað, og enginn þingmaður vildi gefa upp hvort hann eða hún hefði fengið styrk upp á meira en hálfa milljón frá einstökum lögaðila. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðisþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Guðfinna Bjarnadóttir, samfylkingarfólkið Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og framsóknarmaðurinn fyrrverandi, Björn Ingi Hrafnsson, séu á meðal þeirra sem hlutu styrk frá áðurnefndum fyrirtækjum. Enginn hefur þó viljað staðfesta að hafa þegið slíkan styrk, en taka skal fram að ekki náðist í Helga Hjörvar við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur Guðlaugur Þór dögum saman hunsað ítrekuð skilaboð fréttamanns. Kosningar 2009 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group styrktu frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna árið 2006 um milljónir króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einstakir frambjóðendur þáðu allt að tvær milljónir í styrk. Helmingur þingmanna hefur ekki vilja gefa upplýsingar um fjármögnun prófkjörsbaráttunnar fyrir síðustu þingkosningar. Þegar allt lék í lyndi árið 2006 segja heimildamenn fréttastofu að bankar og fjármálafyrirtæki hafi verið mjög viljug að leggja stjórnmálaflokkum og einstaka stjórnmálamönnum lið. Það ár styrktu stórfyrirtæki á borð við Baug og FL Group frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna um milljónir samkvæmt heimildum fréttastofu, en lög voru sett um hámark framlaga í ársbyrjun 2007. Hermt er að hæstu styrkir frá þessum félögum, sem runnu til einstakra prófkjörsþátttakenda, hafi numið tveimur milljónum króna. Sums staðar var stillt upp á lista og lögðu þeir frambjóðendur ýmist ekkert eða sáralítið út fyrir kostnaði. Þeir sem háðu prófkjörsbaráttu eyddu hins vegar allt frá nokkrum tugum þúsunda, upp í átta milljónir í slaginn, samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan hefur aflað sér hjá þingmönnum. Aðeins tæpur helmingur þeirra fékkst til að upplýsa fréttastofu um kostnað vegna prófkjara, þegar eftir því var leitað, og enginn þingmaður vildi gefa upp hvort hann eða hún hefði fengið styrk upp á meira en hálfa milljón frá einstökum lögaðila. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðisþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Guðfinna Bjarnadóttir, samfylkingarfólkið Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og framsóknarmaðurinn fyrrverandi, Björn Ingi Hrafnsson, séu á meðal þeirra sem hlutu styrk frá áðurnefndum fyrirtækjum. Enginn hefur þó viljað staðfesta að hafa þegið slíkan styrk, en taka skal fram að ekki náðist í Helga Hjörvar við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur Guðlaugur Þór dögum saman hunsað ítrekuð skilaboð fréttamanns.
Kosningar 2009 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira