Innlent

SI dregur læknaauglýsingu til baka og biðst afsökunar

Valur Grettisson skrifar
Jón Steindór Valdimarsson segir það ekki Samtaka Iðnaðarins að ögra fólki.
Jón Steindór Valdimarsson segir það ekki Samtaka Iðnaðarins að ögra fólki.

„Við biðjumst náttúrulega afsökunar á þessu og ætlum að draga auglýsinguna til baka," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnarins, en umdeild auglýsing birtist í blöðunum í morgun. Í henni sést heldur óárennilegur læknir vopnaður sprautu. Fyrir framan hann liggur kona með glennta fótleggi.

Forskrift auglýsingarinnar er: Velur þú fagmann eða fúskara?

Umdeild auglýsing sem birtist í morgun.

Feministafélag Ísland er búið að gagnrýna auglýsinguna. Þær vilja meina að myndmálið vísi til ólöglegrar fóstureyðingar - eitthvað sem ekki hefur tíðkast hér á landi í tugi ára.

„Við höfum fengið hörð viðbrögð vegna auglýsingarinnar," segir Jón Steindór sem hefur fengið fjölmörg símtöl og tölvupósta í morgun vegna auglýsingarinnar. Hann segir að það ekki Samtaka iðnaðarins að ögra fólki með þessum hætti, því sé búið að taka þá ákvörðun að draga auglýsinguna til baka.

„Okkar tilgangur er ekki að stuða fólk," segir hann að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×