Erlent

Öllum svínum í Egyptalandi fargað

Öllum svínum í Egyptalandi verður fargað. Mynd/ AFP.
Öllum svínum í Egyptalandi verður fargað. Mynd/ AFP.
Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni.

Svínaflensa hefur ekki greinst í Egyptalandi. Egyptar eru hins vegar á varðbergi enda greindust fyrir nokkrum árum flest tilfelli fuglaflensu utan Asíu í Egyptalandi. Ekki er talið að förgun svínanna komi í veg fyrir að flensan berist til Egyptalands enda smitast hún manna á milli. Svínaflensa hefur heldur ekki greinst í egypskum svínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×