Erlent

Grái fiðringurinn gerir hjónaband Berlusconis að engu

Silvio Berlusconi er að skilja eftir 30 ára hjónaband.
Silvio Berlusconi er að skilja eftir 30 ára hjónaband.
Forsætisráðherrafrúin á Ítalíu hyggst skilja við Silvio Berlusconi eiginmann sinn, eftir því sem fullyrt er í fjölmiðlum þar í landi.

Ástæða hjónaskilnaðarins er að sögn kunnugra að grái fiðringurinn, eins og áhugi miðaldra karlmanna á yngri konum er oft kallaður, hefur leikið forsætisráðherrann grátt. Þolinmæði eiginkonunnar er á þrotum og nú vill hún burt. Berlusconi hefur ekki viljað tjá sig um smáatriði málsins við fjölmiðla en segir að hann sé að ganga í gegnum sársaukafullt tímabil í einkalífinu.

Ítalskir fjölmiðlar segja að eiginkona Berlusconis hafi þegar haft samband við lögfræðing og vilji að skilnaðurinn gangi í gegn sem fyrst.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×