Erlent

Stríðshetja fær háþróaða gervifætur frá Össuri

Gadson er að læra a nýju fæturna.
Gadson er að læra a nýju fæturna.

Bandarískur hermaður, Lt. Col. Greg Gadson, fékk á dögunum gervifætur sem varla eiga sína líka í heiminum. Um er að ræða háþróaða rafdrifna fætur sem stoðtækjafyrirtækið Össur hannaði og framleiddi. Gadson missti báða fæturna þegar sprengja sprakk nálægt honum í Írak fyrir tveimur árum.

Fox fréttastöðin segir frá málinu í dag og þar kemur fram að fæturnir séu búnir gervigreind sem skynjar þunga Gadsons, hraðan sem hann gengur á, og svo framvegis. „Þetta er eins nálægt því að vera með alvöru fætur eins og hægt er að komast," segir Gadson.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gadson, kominn á lappir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×